Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Taumlaus gleði

Nú er ég uppfullur af óstjórnlegri gleði og hamingju þar sem veraldarvefurinn er aftur orðinn okkur hliðhollur og Hrafn og Anna eru svona gasalega ánægð. Nú er vetrarrútínan að fara í gang eftir afslöppun sumarsins og ég er að reyna að komast inn í sama skóla og Harpa. Ég hafði samband við skólastjórann í dag og hann var voða jákvæður þangað til að hann heyrði að ég ætti heima í mosfellsbæ, þá kom annað hljóð í strokkinn og hann vill meina að ég þurfi líklega að flytja suður til Reykjavíkur en mér líður bara svo vel í sveitinni... ætla að reyna að tala við bæjarstjórn á morgun og sjá hvað þau segja.

En nóg um það í bili ég ætla að fara að fara að leika við Árdísi, bið að heilsa ykkur, bæði hérlendis og erlendis ;-)

bæææææóóóóó


Sma kvedja

Sma kvedja, timinn minn er ad verda buinn herna a bokasafninu.
Gaman ad heyra ad klubburinn er virkur og skipulagdur, alveg i minum anda. Vildi sannarlega oska thess ad geta verid thatttakandi i øllum herlegheitunum, en eg veit vid erum avallt med i andanum. Eg er ad byrja i nyrri vinnu a morgun og hlakka til. Nu er verid ad reka mig i burtu sjaaaumst......

Gaman saman...

Loks erum við sameinuð. Við Anna erum SVONA glöð:


Allir út að hjóla....

Halló allir saman baunir sem og ekki baunir !

Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir síðast, það var nú bara nokkuð góð stund þrátt fyrir teikavei mat og söknuð í hjarta...

Jæja þá er miklum áfanga náð hjá mæðgunum á Bugðulæknum. Föstudaginn 27. ágúst var keypt hjól með öllu tilheyrandi. Hér liggja hjálmar um víð og dreif og hugsunin um það að komast út að hjóla er það eina sem kemst að....
Fyrsti hjólatúrinn var samt ekki farinn fyrr en sunnudaginn 29. ágúst, æsingurinn var nú það mikill :) Þetta vakti allt saman mikla hrifningu hjá hinni stuttu. Allt saman mjög forvitnilegt þar sem hjálmurinn tekur nokkuð mikið pláss á annast frekar litlu höfði... Og svo var lagt í hann upp í Blönduhlíð til Höllu og Co. Móðirin, sem hélt að hún væri í annars ágætu formi, lét næstum lífið í verstu brekkunni og varð að teyma hjólið dágóðan spöl á meðan andanum var náð á ný. Á meðan sat Halldóra Björg hin sáttasta og skoðaði heiminn frá nýju sjónarhorni. Það var nú alls ekki slegið slöku við og hjóluðum við úr Blönduhlíð upp í Kópavog þar sem bróðir minn er að standsetja íbúð. Halldóra Björg er nú vön að sofna aftur svona tveimur klukkutímum eftir að hún vaknar á mognana en þarna var svo mikil gleði að hún sofnaði ekkert. Eftir fjóra tíma fórum við aftur heim og þegar við vorum búnar að skilja við Höllu og Co í Blönduhlíðinni fann ég fljótlega að eitthvað datt á bakið á mér. Vitið menn, var það ekki risastór hjálmur sem bankaði á bakið á mér og sú stutta greinilega gat bara ekki meir því að hún var sem meðvitundarlaus í hjólastólnum góða. Þar sem ég hef ekki prófað þetta áður fannst mér þetta frekar pínlegt því að það var eins og ég væri með lík aftan á hjólinu sem lafði fram á hnakkinn. Nei nei, henni leið nú bara mjög vel og haggaðist ekki þó ég reyndi að ýta henni aftur í stólinn þannig að svona varð þetta bara að vera.... Ég hjólaði og Halldóra Björg dinglaði með.... Þegar heim var komið fór dagurinn í sinn vanagang og dinglarinn fór í kerruna sína og svaf úr sér. En það er nú ekki tekið út með sældinni að eiga voða flott hjól því að stirðleiki hjá móðurinni lét brátt á sér kræla og svo ekki sé minnst á botninn.. oh ooooooo.... mjög óþægilegt, sehr schlecht... En æfingin skapar meistarann og við munum halda ótrauðar áfram á meðan veður leyfir !

Bestu kveðjur frá Bugðulæknum

haaííííí

jibbíjæjei, ég er komin inn. Þorri er náttúrulega snillingur og náði að redda þessu, takk kærlega fyrir það og takk fyrir síðast kæru matskákar -2, næst verður það ekki teikavei, enda ekki við hæfi virðulegs matarklúbbs að snæða slíka fæðu, en vissulega erum við líka athafnaklúbbur sem má margt annað athafast en að borða mat svo það má vel réttlæta teikavei öðru hvoru. Þetta var mjög gaman og yndizhlegt.
Nú er allt að gerast, kennslan að byrja á fullu og allskonar verkefni í gangi, spennandi það og best að hafa nóg að gera þegar það er skemmtilegt og áhugavert.
Hafið það gott og heyrumst síðar...

sunnudagur, ágúst 29, 2004

útsláttarkeppni í innsogsþýsku...

halló halló og takk fyrir síðast:)
ég skemmti mér konunglega og var ser ánægð með kvöldið - þó svo að auðvitað hefði það verið fullkomið ef matskák hefði verið fullskipuð.........það vantaði náttla aðalfólkið:)
en í gær var ss ákveðið að á næsta fundi sem verður þann 16 október heima hjá önnu og hrafni verður útsláttar keppni í þýsku á innsoginu...........og hvet ég alla til að æfa sig fram að keppnisdegi, líka þá sem búa í danaveldi, en þessi iðja krefst gríðarlegra hæfileika og hefur þorri nú þegar náð býsna góðum tökum á þessu tómstundargamni.
ég var að skoða stundartöfluna mína og hún er viðbjóður - gaman að því - endar sennilega þannig að ég verð farin að sleikja hraun eins og vitleysingur í októberbyrjun..................uss ekki gott..........
skólinn byrjar sem sé á morgun og ég heyri þá bara næst í ykkur um miðjan október:)
hafið það gott á meðan...........bæææææææææææææææææææææææ

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Heisjan peisjan

Halló allir saman !

Allt í skralli, tölvan búin að vera í allsherjar yfirhalningu og við ekki búin að fylgjast með einu né neinu..... en vitið menn, það var allt í lagi því að enginn var búinn að skrifa staf síðan 18. ágúst... HVAÐ Á ÞAÐ AÐ ÞÝÐA ????? Eru allir að leggjast í dvala eða hvað?
Við verðum bara að kippa þessu í liðinn þá... Það líður senn að því að hinn mikli funkgúrú mæti á klakann til að skemmta hinu hressa liði í Matskák og mælst er til að allir meðlimir hins mæta klúbbs, heima og að heiman, taki vel til matar síns, verði jafnvel í emilsambandi og dilli sér eins og mest þeir mega tónleikakvöldið góða 28. ág....
Annars erum við bara að hita upp fyrir framtíðina og hlökkum til að fara til KÖBEN !!!!!


miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Hárstofa Dodda

Eins og þið vitið er ég þannig gerð genalega séð að hárið á mér byrjaði að grána fyrir 10 árum. Þess vegna set ég alltaf lit í það annað slagið og hingað til hefur tengdamóðir mín yndischleg séð um þann verknað. Þar sem hennar nýtur ekki við hér í útlandinu og hárið á mér farið að láta mjög á sjá var ákveðið að maðurinn minn yndischlegur tæki að sér að smyrja litnum í. Þetta gekk allt að óskum á endanum, en það tók tæpa tvo tíma (tók yfirleitt um hálftíma) og ég var æpandi upp af og til þar sem maðurinn var ekki alveg með tæknina í hreinu og skrapaði greiðunni eftir höfuðleðrinu á mér. En ég lít allavega vel út.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Rómeó, ó Rómeó

fórum í leikhús í gær. sáum Rómeó og Júlíu. snilldar leikrit í frábærri uppsetningu. mæli með þessu fyrir alla sem eru hressir. annars er allt gott að frétta fyrir utan það að ég botna ekkert í því hvernig stendur á því að Hrafn og Anna komast ekki hérna inn. bömmer. það er ekkert í reglunum sem takmarkar fjölda þátttakenda. ég er að verða vitlaus á þessu. spurning um að kæra einhvern. veit bara ekki hvern. Hrafn og Anna gætu þá farið fram á skaðabætur vegna andlegra áverka sökum ónógra tjáskipta á almannavettvangi. allavega Anna. ég hef nefnilega séð bloggið hans Hrafns. hann tjáir sig heilmikið þar........................................

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Leitid og ther munud finna...IBUD !!!!

Ja godir halsar og hælar.
Leitinni eftir samastad og gistiplassi fyrir Islensk ungmenni med utthrå er lokid. Eftir endalausar hringingar, starandi å tølvuskja marga tima å dag og "kissing some major ass", høfum vid hjonakornin loksins ordid okkur uti um ibud.
Vid skodudum ibud i gær å Norrebrø og hun er drulluflott. Einn veggur i stofunni er med otrulegasta veggfodri aldarinna, risastor mynd af solarstrønd, pålmatre og alles. Og hun er å annari hæd thannig ad madur tharf ekki ad drøslast upp a 6 hæd eins og thar sem vid erum nuna.
Gæinn sem leigir okkur er ad fara til Tanzaniu fram yfir åramot og thad gefur okkur godan tima til ad finna adra ibud eftir thessa eda jafnvel komast inn å kollegie.
Ætlum ut å land å sunnudaginn ad heimsjækja Don Gumma i Odense og kikjum vonandi yfir til Nakskov thar sem eg å nokkra vini ur boxinu.
Tahd er svo gott ad vera buinn ad redda thessu, thad er svo leidinlegt ad eiga heima i ferdatøsku. Nuna getum vid bara slakad å fram ad skolabyrjun og notid thess ad vera her i kongsins Køben.

En eg vill endileg fara ad få Ønnu og Hrafn med inn i bloggid. Kannski erud thau bara a einhverjum svørtum lista yfir donalega bloggara og få thess vegna aldrei bodin...

Jæja klikki ut med einni nettri ferskeytlu...

Ølvadur og allsnakinn
Ædi einn um stræti...




mánudagur, ágúst 09, 2004

Á Spáner gottað djammog djúsa...

Jæja gott fólk
Nú er eitthvað alvarlegt að gerast í henni Reykjavík, það er náttúrulega bara hitamolla hér úti í dag, mar er bara sveittur og allt... ábyggilega mikið heitara en í Köben... ;) Nei nei kannski ekki en það er allavega eitthvað yfir 20 gráðurnar. Við Halldóra Björg fórum og heilsuðum upp á geitungana í grasagarðinum, þvílík skrímsli, en þar sem ég er súper kúl sýndi ég engin svipbrigði þegar vinurinn var nærri farinn á bólakaf í mitt hægra eyra, sem er bæ ðe vei, mjög stórt og fínt...
Annars hlakka ég mikið til að fá Önnu pönnu almennilega með í umræðurnar og hlakka líka mjög mikið til því að VIÐ ERUM AÐ FARA TIL KÖBEN :) veiveiveiveiveiveivei
Bless í bili

YNDIZCHLECHT...

Thad er eitthvad svo YNDIZCHLECHT vid thad ad thid seud oll ad koma til Køben. Vid Vala thurfum tha ad fara ad spyta i lofana og finna ibud. vorum ad skod eina ferlega flotta og erum alveg svona ågætlega bjartsyn, hey tad thidir ekkert annad.
Skilur einhver hvad eg er ad srifa, helvitis dønsku lyklabord AAAAAAAAAAAAAAAARRRRGH.
Ætla ad kaupa mer hjol a eftir og trylla eftir hjolastigunum i hitanum, ja thad er 30 stiga hiti herna, adeins to much fyrir minn mann, er siginn eins og ...
Ætladi ad fara ut ad hlaup i morgunn en var svo sveittur thegar eg vaknadi ad thad var eins og eg væri fastur a frønskum rennilas. Fer a eftir, hleyp kringum Søenne.
Hlakka til ad fa Hrafn og Ønnu i september heimsokn og svo ykkur hin i november.
Hafdis fær + fyrir nokkud thettan afturpart, studlar og allt.
Kasta herna fram ødrum ad Mosfellskum sid...

Hitasvækja og hidblår himinn
høfud thrutid af hita...

Drekkid vatn, hlaupid nakin og lifid heil.

En ég var pantaður hingað.......

Ég er sem sagt búinn að senda Önnu 2 boðskort þess efnis að hún megi gjarnan taka þátt í tjáskiptum okkar en það virðist vera eitthvað pickles í gangi........ ( en þú verður að ath. Anna að boðskortið kemur ekki frá mér, heldur frá blogger heimasíðunni þannig að það gæti verið að það fari í junk mail eða e-ð svoleiðis) .........en ég held ótrauður áfram að senda boðskort þangað til við erum öll sameinuð að nýju :-)

skrítið orð "ótrauður" spurning hvort það sé ó-trauður eða ót-rauður eða kannski bara ótr-auður?

en eníveis VIÐ ERUM Á LEIÐINNI TIL KÖÖÖÖÖBEEEENN :-) :-) :-) :-) sem verður heljarinnar fjör og danaveldi verður aldrei samt eftir það og hana nú.

En nóg af bulli..........ég veit ekki með ykkur en ég ætla að fara að sofa - góða nóóóóóóóóótt...

sunnudagur, ágúst 08, 2004

ég er kominn líka

Hæ, hó hinn rammpólitíski Halli er kominn í matskákarpottinn á netinu. Fórum á Farenheit 9/11 og thad sýður á mér!!! A must see mynd for all. Ég róast svo allur og gleðst thegar ég hugsa um 10 nóv maður, jihútzarí, helló dammörk, helló Doddi og Vala helló life. Pantaði nýjan pickup á ebay og hann er á leiðinni. Tóm sæla og stemning hér, lesumst, heyrumst, sjáumst, Hal.

seinni partur....

Foxillur með ferðatösku
faðmar flösku fríða
Dodd ' er útí danmörku
dóninn bar ´að BÍÐA..... eða að gera e-ð annað....


VIÐ ERUM AÐ FARA TIL KÖBEN TIL KÖBEN veiveiveiveiveivei
10 til 15 nóvember
veiveiveiveiveiveiveiveivei

Doddy fær nýtt eyra

Já viti menn. Doddy er nú loksins kominn með eðlilega stórt eyra (reyndar bara hægra eyrað). Málið er að við lentum í mannætu mýflugum hérna á ströndinni eitt kvöldið og erum alveg útbitin, með ógeðsleg kýli hér og þar. Doddy var bitinn illilega í eyrað og nú hefur það blásið út svo það er loksins komið í eðlilega stærð. Verst að þessu fylgir mikill roði og bjúgur svo þetta er heldur áberandi, en gaman engu að síður að sjá hvernig hann liti út með eðlilega stórt eyra. Þess má líka geta að ristarnar á honum tvöfölduðust svo hann gekk undir nafninu hobbitinn í nokkra daga. Þetta er nú sem betur fer allt að ganga til baka.

18 krónur mar....

Ég held það nú bara.... miðinn er á 18 krónur til Kóngsins Köben herrar mínir og frúr. Það er alveg á hreinu að fólk stilli nú saman strengi og reyni að ná miðum á þessu gjafaverði, þetta er ekki einu sinni lítill bland í poka, hann er mikið DÝRARI........

Ég verð nú að segja það að ég átti nú ekki alveg jafn spennandi dag og Þorri gæi átti í gær, ég söng nú bara soldið með Halldóru Björgu og Halla mínum og, jú jú við tókum það svo sem upp á band.... :)
Ég vona að húsnæðisleitin hjá okkar ástkæru vinum í Köben (sem við vonandi náum að heimsakja fyrir 18 kr....) en vitiði það að þetta er það sem ég beið mjög spennt yfir að upplifa í Bergen forðum daga, ég dauð öfunda ykkur kæru vinir.
Halldóra Björg er komin með tvær tennur :) en skríður bara aftur á bak, frekar "frustrerandi" fyrir hana greyið :)
Jæja það er best að fara að taka sér stöðu fyrir Köben og 18 krónurnar.......
Bless í bili Harpa skarpa

Eina skakka...

Fokk hvað það tók mig langan tíma að komast inn á þess síðu!
Fékk að fara í tölvuna hjá Sollu og Stjána og þau hafa íslenskt lyklaborð! Ekkert svona å eða ø kjaftæði, bara gamla góða Þ-ið og allt það. Olli, þeir bera enga virðingu fyrir nöfnunum okkur! Gott að heyra að lífið leikur við ykkur þarna heim, var farinn að hafa smá áhyggjur af að þetta myndi bara leysast upp í slagsmál og drykkjulæti eftir að við færum... En ég geri ráð fyrir að Harpa og "Hafdís" hafi góða stjórn á öllu, berji öll læti niður með harðri hendi.
Erum búin að vera full, nei, á fullu í að redda íbúð og hef fengið minn skerf af tungumála erfiðleikum, sérstaklega þar sem ég þarf alltaf að hringja í alla sem auglýsa því Vala þorir því ekki! Hjómar alltaf eins og ég sé að tala við "fulla Vestmanneyinginn".
Hvort okkar er betri í dönsku..?
Var Vala búin að segja ykkur nýju símanúmerin okkar?
Allavega, 60817846 og 60817844, "now don't be a stranger".
Hendi hérna fram einum framparti, taðreyktum og súrsuðum...

Foxillur með ferðatösku
faðma flösku fríða...

laugardagur, ágúst 07, 2004

Seeehr næz

Það er sehr gaman að sjá hvursu margir eru orðnir virkir í þessum tjáskiptum okkar... og vonandi verða þeir fljótlega fleiri. Ég er búinn að senda Önnu póst og bíð bara spenntur eftir viðbrögðum :)

Ég er annars í góðu stuði þessa dagana, var í upptökum með Björk í gær fyrir vefsíðu i-tunes og það var tekið upp live video af þessu öllu saman sem fólk á víst að geta sótt á netið og e-ð soleiðis sniðugt :)

Svo er ég að fara að syngja í brúðkaupi í kvöld og spila á balli fram á nótt, þannig að það er nóg að gera, en á morgun verður tekið gott tschjilll..................... bææææjóóóóóó

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Erum ad verda brj'alud, en samt er gaman

Tad er 25 stiga hiti 'uti en vid sitjum inni 'i einhverju tølvuveri og erum ad reyna ad finna okkur 'ib'ud. Th'o vid s'eum ad verda brj'alud er n'u samt rosa gaman ad vera svona heimilislaus og eignalaus 'i ferdatøsku. Svo er rosalegur sparnadur 'i gangi, vid thurfum ad eiga fyrir tryggingu ef vid f'aum 'ib'ud, svo madur kaupir bara kaffi 'i seven eleven og splæsir ekki einu sinni 'a sig 'is 'i øllum hitanum.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

mývatnssveitin er æði......

Átti alveg rosa fína helgi fyrir norðan... át gjörsamlega á mig gat og slappaði mjög vel af. Við prufuðum nýju jarðböðin í mývó og mér líkaði allavega vel...kostar samt 1000 kr. oní sem mér finnst soldið dýrt en allt í lagi að fara einu sinni í hverri ferð.

Nú eru Doddi og Valgerður farin út og þá styttist óðum í að við þurfum að fara að skipuleggja reisu til kóngsins köbenhavn. Hlakka ekkert smá til.

en allavega bless bless og Hemmi Gunn

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Upp á palli, út í tjaldi...

Jæja krakkar mínir !

Nú er auðvitað gleðin alls ráðandi og allir á skallanum hvar sem þeir eru niðurkomnir.... Við fjölskyldan erum nú bara komin heim í rólegheitin eftir vel heppnaða heimsókn í sumarbústaðinn "Ástarbugðuna":) sem móðir mín og faðir leigðu út vikuna. Það besta var með þetta allt saman að móðir mín var með ofboðslegan kvíða yfir því að vera í fremstu víglínu á útihátíðinni í Úthlíð ( þar er bústaðurinn góði). Hún sá fyrir sér að þurfa að drösla hálfdauðum unglingum hingað og þangað til þess að komast leiðar sinnar.... Nei nei þetta var sko alls ekki svo slæmt. Það virðist sem unglingarnir sæki ekkert sérstaklega eftir gleði með Magga Kjartans og Helgu Möller í broddi fylkingar, sem betur fer fyrir aldraða foreldra mína :)
Ég bíð spennt eftir fréttum af helginni góðu...


'O nei, það eru bara tveir þangað til okkar ástkæru og nýgiftu Doddi og Valgerður fara af landi brott :(