Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, nóvember 03, 2008

Matarklúbburinn Matskák hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr landi.

Ég Herrrr Fisher Fiskspiel, aðaltalsmaður og höfðingi þessa merka félagskapar hef ákveðið að flytja höfuðstöðvar hópsins úr landi vegna fjárhagsástands íslensku þjóðarinnar.

Ég hef hér búið á leigu hillu, í leigu íbúð, í leigu landi austuríkska keisaraveldissins í rétt rúm 2 ár. Þar sem félagið hefur orðið fyrir miklum fjárhagshremmingum undanfanar vikur og mánuði, tapar gríðarlegum eignum og höfuðstóll hefur rýrnað svo mjög hef ég ákveðið, að til að stýra Matskák áfram og sem heilu fyrirtæki í eigu réttra aðila, þ.e. þá ekki íslenskra lánadrottna, að flytja höfuðstöðvarnar og ALLAR eignir til austurríkis, þar sem ég hef nú þegar lögheimili.

Ég veit að ákvörðun þessi kemur mörgum sterkum aðilum innan hópsins, svo og/og sem eru jafnframt stofnmeðlimir Matskákar, mjög á óvart og harma ég það mjög en hefur mér sýnst þetta vera eina leiðin, EINA LEIÐIN til að halda félaginu áfram í óbreyttri mynd, og með óbreyttri eignaaðild. Ákvörðun mín kemur leigusölum mínum og undirmönnum í stjórn félagsins, þeim Haraldi Ægi og Hörpu þorvalds, ekkert við.

Ég vona að við þessa breytingu á aðalskipulagi starfshóps Matarfélaga og Matskákar opnist hér lífleg umræða af hálfu stofnmeðlima félagsins.

Virðingarfyllst.
Herrr Fisher Fiskspiel.