Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, september 29, 2005

Einn gamaldax...

Sé það sem sagt að ég er að verða úreltur þar sem ég er ekki með mína eigin bloggsíðu með tilheyrandi fídusum. Kannski maður bæti úr því í bráð. Bendi áhugasömum á bugðubloggið sem er nýr linkur hér á síðunni okkar.

En allavega, þá hef ég verið klukkaður af henni Önnu og þarf því að telja upp fimm ónýt upplýsingaratriði um sjálfan mig. Hér koma þau.

1. Ég er húsmóðirin á heimilinu :-)

2. Ég er algjör sucker fyrir glæpavettvangsrannsóknarþáttum

3. Ég safna jakkafötum og langar alltaf í ný þó svo að þessi gömlu standi fyllilega fyrir sínu.

4. Mér leiðist að tala í síma, finnst skemmtilegra að tala við fólk auglitis til auglitis ef ég er þá að tala á annað borð.

5. Ég spila nánast aldrei tölvuleiki því ég á mjög auðvelt með að verða fíkinn í að spila þá.


Og þá klukka ég Hörpu hér með og vænti þess að sjá ónýtar upplýsingar um hana á bugðublogginu fljótlega.

þriðjudagur, september 27, 2005

jæja þá

Hér er enginn að skrifa neitt svo ég geri það þá bara, glatað að láta svona fína síðu liggja óhreyfða.
Verð að þakka matskákingum fyrir síðast, mjög svo frábært kvöld sem endranær. Verst að hugmyndinni okkar var stolið, að því er virðist með hugsanaflutningi eða að einhver óprúttinn hefur laumast á þessa síðu til að næla sér í góðar grínhugmyndir hmmmmmmmmmm...

en nóg um samsæriskenningar

þriðjudagur, september 20, 2005

sko,

mér leikur forvitni á að vita hvort aðrir meðlimir þessarar síðu og skákar skilji innihald bakhluta síðunnar??? Hjá mér birtast bara mér algerlega óskiljanleg tákn, en það vill bara svo vel til að ég man hvar ég á að smella til þess að publisha póstinn minn og búa hann til. Fáið þið þetta upp á ensku????????????????????????????? því ekki geri ég það!!!!!!!!!!!!!!!!

að öðru, þá líst okkur hérna úr miðbænum svona líka rosalega vel á það að halda til matskákar á fimmtudaginn ef að frúin að Bugðulæk fær lausn frá giggmaster það kvöld. Vonandi gengur þetta og við skákum á fimmtudaginn, en hvað eigum við að koma með???????????

Hlakka til að sjá ykkur mín kæru,

föstudagur, september 16, 2005

mér finnst rigningin góð.....

Jæja, þá er maður kominn heim frá Björgvin og ég hef greinilega komið með slatta af rigningu með mér þaðan.

Annars var barasta svaka gaman þarna í heja Norge og gaman að hitta fullt af fólki sem segir bara hej allehopa og hej do og er fyllilega alvara. Ég hitti líka marga góða kennara og kem allur betri maður til baka.

En eftir þessa dvöl mína þarna ytra er ég orðinn mjög svangur í almennilega skák með alvöru íslendingum og hvet til alsherjar umræðu um góða dagsetningu til að skáka. Ég er barasta nokkuð laus og liðugur sjálfur og tel að við hljótum að finna einhvert kveld fljótlega.

Lifið annars öll heil og látið í ykkur heyra ;-)

mánudagur, september 12, 2005

Lííííífið er yndichleccccchhhhht

Halló allir mínir kæru vinir nær og fjær, línus, lukka líf, líf lína, líf vera.....

Er eitthvað þema að hafa lí í hinum nýju nöfnum matskákinga og skækja. En segiði mér þá eitt mínir kæru vinir HVAÐ HEITI ÉG??????

Jæja nóg um það. Eins og þið hafið vafalaust tekið eftir,,,,, eða ekki,,,, þá hefur liðið yfir Bugðulækjarliðið á liðnum tíma en nú verður aldeilis breyting á :=() ( Hafið þið heyrt þennan áður????)
Hér er allt í blussandi gleði og hamingju eins og liðinu er einu lagið. Húsfreyjan er orðinn námsmaður á ný og fullgildur nemi í Tónlistarskólanum í Rvk, mikið var. Lukka Líf hristi upp í húsfreyjunni (sem bíður eftir nafninu sínu????) sem varð til þess að hún tók skjóður sínar frá Grensásveginum og gekk til liðs við óvininn í Skipholti. Nú hoppar húsfreyjan um stræti Reykjvaíkurborgar með bros á vör.
Þar sem tónlistin verður allsráðandi í Bugðulæknum á komandi vetri þá hefur húsfreyjan einnig ráðið sig sem dinner spilara og söngvara á einum huggulegum veitingastað í hjarta Reykjavíkurborgar.
Haraldur er auðvitað á fullu í sinni vinnu og sínu námi og lítur veturinn mun betur út en í fyrra. Jón Rafnsson kennir á bassann og er tóm lukka (líf) á heimilinu.

Grjónið er byrjað á leikskóla! Það er svo mikil stemning að það þarf að draga hana heim á daginn því að hún vill ekki slíta sig frá lóló (róló). Hún fór einnig í mammæli í gær (afmæli). Hún biður foreldra sína mikið um að syngja bí bí og baba (bí bí og blaka) og svo getur hún ekki beðið eftir að hitta Nönnu og babn ( Önnu og Hrafn). Hún hleypur um heimilið með sætamiðann úr brúðkaupi Árdísar og Þorra og sýnir móður sinni reglulega, hann er aðeins farinn að láta á sjá. Svo skoðum við reglulega myndir af matskákingum og skækjum í danaveldi til að halda okkur við og hún hefur engu gleymt grjónið, Dudda og Val (Doddi og Vala).

Jæja þetta var smá ágrip úr lífi bugðulækjarliðsins

Sjááááááááumst

sunnudagur, september 11, 2005

Þorri er schnilld...

Ég veit vel að ég er ekki að tjá matskákingum nein nýmæli hér en maðurinn er geníus! Hvað þarf maður til að bera svo kallast megi geníus?, jú, maður þarf að hafa þrautsegju og vilja til þess að halda alltaf áfram, gefast aldrei upp og trúa á markmiðin sín (og svo kannski eflaust eitthvað fleira sem smámunasamir myndu vilja tína til, en út í þau smáatriði ætla ég ekki hér).

Eins og við ættum vel að vita þá er Þorri vor í Noregi um þessar mundir, en það aftraði honum ekki í að senda okkur hjónum, nánar tiltekið Hrafni, eitt stykki sms þar sem fyrrgreind þrautsegja og metnaður lýsir sér í sinni hreinustu mynd. Hann var neflilega búinn að finna eitt gott nafn í pott voran um „skrítin“ nöfn, neflilega Líf Vera, ókei mjög gott nafn, mér hefði ekki dottið það í hug, great... En þar við sat eigi heldur var undirritaður fyrir smsinu hæstvirtur Línus Gauti.
Það er skemmst frá því að segja að ég fékk nær því magakrampa úr hlátri og við hjónin sátum og hristum hausinn yfir þessari endalausu þrautsegju og vilja til þess að þróa hlutina til hins allra ítrasta og komumst að því að Þorri er schnillingur í þessu, (þó við séum kannski ekki alveg viss um hvað „þetta“ er, en hann er allavega schnillingur í því). Því segi ég HHHHHHÚÚÚÚÚÚRRRRRRRRRA! Þorri og ég hlakka til gerðar og vinnslu væntanlegrar stuttmyndar.

Lifið heil...

(glætan að ég ætli að reyna að koma með eitthvað nafn hérna í lokin, það er búið að vinna „keppnina“)

mánudagur, september 05, 2005

Ég hrópa húrra!!!

HHHHÚÚÚÚÚRRRRRAAAAA!!!!!!!!

Sérdeilis gaman að sjá hvað þið, kæru meðskákendur, eruð iðin við að skrifa eitthvað fagurt inn á okkar margblessaða vef. - gaman að því.

Væri ekki annars tilvalið að fara að hleypa af stað umræðu um hvenær næst skuli skákað? Ég er kominn með fráhvarfseinkenni þó svo að síðasta skák hafi verið einkar gefandi og auðgandi, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í 8 manna skák.........

Ég er að fara til Bergen nú á miðvikudaginn og kem heim aftur þann 15. þessa mánaðar og þætti gaman að hitta ykkur sem fyrst eftir það.

ykkar einlægur Þormundur Þráinsson

laugardagur, september 03, 2005

Nýtt útlit!!

Í tilefni af 1 árs afmæli matskákar ákvað ég að fríska aðeins upp á vefinn okkar útlitslega séð og vona að sem flestum falli vel í geð.......

kv. Krisjón Jón Jónsson

föstudagur, september 02, 2005

Hmmm, myndir...?

Þar sem ég er 75% tölvufatlaður ákvað ég bara að prófa að setja inn eins og eina mynd af guðföður Matskákinga og -skækja.
Já hann er fallegur hann Bobby...