Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Engar fréttir eru góðar fréttir...

...Ekki satt?
Nei, ég er bara búinn að vera latur að fara í tölvuna svo hérna kemur eldsnöggt update af mér og minni hérna megin hafsins.

- Ég er byrjaður að keppa og fékk silfur á stóru móti í Gautaborg fyrir 3 vikum og keppti svo aftur hér í Danaveldi á síðasta föstudag og sigraði andstæðing minn örugglega 5-0. Fer svo væntanlega til Malmö að keppa á næsta föstudag aftur. Sem sagt nóg að gera í heimi hnefaleikanna.

- Gengur fínt í vinnunni, er kominn með sveinspróf í bleyjuskiptum. Metið er ein kúkableyja á 15,7 sek. Er búinn að læra fullt af dönskum barnalögum og tek óspart í gítarinn, börnum og samstarfsfólki til ómældrar ánægju.

- Við hjónin fórum í Det blå pakkhus (danskt Kolaport) í gær og keyptum okkur fullt af drasli, þ.á.m forláta ömmuveggklukku sem slær nú með miklu látum á hálftíma fresti og er að gera okkur geðveik.

- Valgerður er að syngja í tveimur messum í dag og ákkurat núna eru hún að syngja á tónleikum með kirkjukórnum sínum.

-Það er búið að opna jólatívolíið en ég hef ekki enn haft tíma til að fara og njóta geðveikinnar þar inni, en stefni á að fara fyrr en seinna og þá sérstaklega að fara í geðveikrahúsið með öllum dúkkunum og Crazytónlistinni, úff hvað það var eitthvað spúkí.

- Það er byrjað að kólna hérna, en í dag er alveg rosalega fallegt veður, kalt en glampandi sól, og ég held satt best að segja að ég fari að koma mér út.

Það var ekki meira í bili. Ég vona að þið hafi það sem best og séuð öll að gera það sem þið eru best í og hafið gaman af, annað er tímasóun...

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ég er svöng...

Tónleikar

Jæja, þá er komið að því.

Ég verð sem sagt með tónleika með norrænum og íslenskum sönglögum ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara á morgun í flyglasal LHÍ kl. 12:00.

Fyrir þá sem ekki komast á morgun þá verða einnig tónleikar með sama efni á sunnudaginn, 13. nóvember, í Listasal Mosfellsbæjar kl. 15:00

Meðlimir matskákar sérstaklega velkomnir ;-)