Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, desember 02, 2007

Gleðilega aðventu

Kæru vinir.

Í tilefni aðventunnar fannst mér við hæfi að senda kveðju á Matskákinga nær og fjær með ósk um gleðilega aðventu.

Gangi ykkur vel með jólaundirbúninginn (la Jollaundirbúninginn ha ha ha) með rakaðan hnakka fyrir austan fjall eða í jóðlinu í Salzenburgerinsky.

Minni svo alla á heimasíðu Sussi og Leo http://www.sussi-leo.dk/ en þar má finna hinar ýmsustu jólagjafir, listaverk og undirfatnað.

Með von um hvít jól (eða undir 30 stiga hita fyrir Jollarana),

Won Dusseldorf

p.s. það er til maður sem heitir Himmeldorf...!

4 Comments:

Blogger Þorri said...

Já gleðilega aðventu sömuleiðis maður.....
Var einmitt að hugsa um hvað þessi síða væri arfaslök hjá okkur en ákvað samt að tékka svona einu sinni - og viti menn, öðlingurinn hann doddi bara búinn að pósta kveðju!!:)

Hafið það ofsa gott á aðventunni og um jólin... og bara alltaf alla daga...

kærar kveðjur til allrar matskákinga:)

og já héðan úr Mosfellssveitinni er bara allt gott að frétta - allir hraustir og styttist í að ég skelli mér til Perú og Thorvaldsen til Salz - okei bæææææææææææ

kveðja árdís

1:28 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Wazzz!

Hvað í fja... ertu að fara að gera í Peru?

Og hvað er Valdinn að gera í Daz Salzendorf?

Okkur vantar upplýsingar!

9:34 e.h.

 
Blogger HarpanogHallinn said...

Já frábært að einhver heldur uppi heiðri Matskákinga og póstar einhverju hér. Heldur þú það geti verið að Himmeldorf þessi eigi nokkuð heima í úthverfi Salzburgar sem heitir einmitt Himmelreich? sem útlegst á íslensku Himnaríki.

Bestu aðventukveðjur með von um að hvergi þrífist önnur eins viðbjóðshefð og hin ógeðslega Krampúsh hefð hér.

Halli.

8:35 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega aðventu kæru þið öll :)

Bráðum koma blessuð yndisjólin, mikið er nú gaman að því.

Hafið það gott kæru matskákar...

Bestu kveðjur og söknuður,
anna von la jóla

3:21 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home