Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

hvurnig setja skal inn mynd inn ....


Þórður hinn góði var með fyrirspurn um það hvurnig maður gæti sett inn mynd á okkar elskulega blogggg. Það er nú víst einkar einfalt eftir allt saman.

Fyrir ofan textahólfið þar sem maður skrifar texta til að setja hér inn á vefinn eru ýmsir valmöguleikar í formi lítilla tákna. Þar er t.d. hægt að breyta leturgerðinni og stærðinni, þar er og hægt að gera textann feitan og skáletraðan. Einnig er hægt að breyta litnum á letrinu og setja inn mynd eins og þessa líka fínu mynd af þeim félögum.

En nóg um það þið áttið ykkur pottþétt á þessu. Annars er allt flott að frétta hjá okkur, skólinn byrjaður og það svona líka spennandi og svona...... en allavega, bless í bili. kv. Þorri

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt...

Já loksins lærði ég að setja mynd inn á þetta blessaða blogg okkar og læt því fylgja eina fagra mynd af nýbökuðum brúðhjónum í Róm. Falleg ekki satt?
Annars er ég á fullu að læra norræn ljóð, þar sem ég er að fara til Bergen nú í byrjun september á námskeið í norrænum ljóðasöng, mjööög spendende. Er enn að reyna að venjast hinu svala íslenska loftslagi eftir honnímúnið og það gengur ekkert sérlega vel, enda er jú skítkalt hérna í augnablikinu. En nóg um það og aftur að læra, heyrumst....

föstudagur, ágúst 12, 2005

hér er gífurleg traffík...

það er nú alveg svolítið síðan við komum úr Skálholti... erum meira að segja búin að fara þangað aftur síðan síðast var bloggað hér :)
Annars er það helst í fréttum að við litlu hjónin erum orðin netvædd, ójá, búin að fá okkur tengingu og nú getur maður sörfað allan daginn ef maður vill. Er semsagt nýfædd í netheima og er mjög spennt yfir þessum heim sem ég hef nú stöðugan aðgang að.
Svo skrifa ég líka meira að segja sjálf hugleiðingar um allt og ekkert annað veifið á annasth.blogspot.com svo langaði mig líka til að benda þeim sem ekki vita af á bloggið hans Hrafns sem er hrafninn.blogdrive.com.
Ætla að halda áfram að sörfa...

menningarnótt...! hlakka til,
sjáumst svo öll í matskák sunnudaginn 21. ágúst, gaman, gaman :)