Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, október 31, 2005

takk fyrir í gær...

vildi bara þakka fyrir mjög svo indæla samverustund í gærkvöldi...

og Árdís, ég varð við bón þinni og stóð við orð mín ;)

sjáumst öll sem fyrst aftur

:)

miðvikudagur, október 26, 2005

Það held ég nú barasta...

Ó já mínir kæru vinir

Nú hefur bugðulækjarliðið lifnað við á ný eftir ansi hreint skemmtilega dvöl í hinni marg rómuðu Amsterdamus. Við tökum fagnandi á móti ykkur í húsakynnum okkar sunnudaginn 30. október hvort sem er í latex eða ekki latex.....
Hlakka mikið til að sjá ykkur aftur í stuði með guði :)

Harpan

laugardagur, október 22, 2005

sönn saga...

FImmtudagskvöld, myrkur úti, notalegheit... Tvenn hjón,

Hann: Ég verð að fá að sjá konuna þína í bleika pardus búning!

Hinn Hann: ...ótrúlega gaman, þetta var brillijant sýning! mæli alveg með henni.

Hún (við manninn hinnar): Ég get alveg séð þig fyrir mér í latex búning!

Hin Hún: Það er spurning með síðustu helgina í október!!!?

miklu seinna...

Hún: Ég kem þá með hanskana og sleipiefnið...

Hin Hún: Það var ótrúlega gaman að fá ykkur í heimsókn, komiði endilega sem oftast...

miðvikudagur, október 19, 2005

Skákplön

Hittingur já, líkt og forðum,
helst sem fyrst, helst í gær.
Á Bugðu skal skákað að borðum?
Best víst í nýjum nær...

...buxum.


Einhverjar tillögur um tíma (25. nóv. - 4. des. er þó out:).

sunnudagur, október 09, 2005

Kluuuukkkk

Var'iggi búið að klukka Dodda?! Get your boxing ass to the computer and write useless stuff, bitte schön! Dodut!!

föstudagur, október 07, 2005

mmmmmm...

Hrafn er að elda gourmet steik handa okkur og ég bíð spennt orðin mjög svöng. Er eiginlega búin að komast að því að ég ætti bara að láta hann um að vera í eldhúsinu, hann er miklu betri í þessu en ég og nennir að dunda við matargerðina tímunum saman ef því er að skipta. Svo eldar hann svo rosalega góðan mat karlinn, heppin ég :) sem minnir á það hvenær ætli næsta matskák verði? kannski eftir svona þrjár vikur eða svo... :) en allur er varinn góður uppá skipulagningu og aldrei of snemmt að byrja að pæla í því, eða það finnst mér allavega.

Bið kærlega að heilsa ykkur elskulegu matskákar :)

fimmtudagur, október 06, 2005

Hæ hæ sætu....


meðlimir Matskákar :)

Hér er allt svoleiðis í bullandi swingi..... Hvað er svo að frétta af okkar ástkæru meðlimum í danaveldi. Ég er farin að sakna þeirra ógurlega hér á síðunni okkar !
Ég ætla að klukka hana Valgerði mín (má það ekki alveg) jæja ef það má ekki þá geri ég það bara samt, og hana nú !

En hérna mín ástkæru, það er þetta hérna með linkana......???

Harpan

þriðjudagur, október 04, 2005

hef ekkert að segja...

...og ákvað að blogga um það (þetta er sko stolinn brandari :)

laugardagur, október 01, 2005

og tifar...

já, það er víst búið að klukka mig tvisvar, bæði af Önnu og Hörpu - Þorri hinn alvitri segir samt að ég þurfi bara að segja 5 gagnslausa hluti um sjálfa mig en ekki 10..... mér finnst það ekki rökrétt, því 2x 5 eru tíu hjá mér, en greinilega bara 5 hjá Þorra.....

1. Ég er loðin á tánum

2. Ég hata brúður og brúðuleikna þætti

3. Ég varð pæjumótsmeistari í fótbolta þegar ég var í 3ja flokki

4. Ég borða ekki lifur eða hjörtu ( úr dýrum - reyndar ekki mönnum heldur....)

5. Mamma burstaði í mér tennurnar þar til eftir fermingu - ég er heldur ekki með neina
skemmd

Fyrir utan þessar hressandi upplýsingar um mig er bara allt gott að frétta, var að klára öldrunarviku á Landakoti og það var alveg ljómandi gaman. Er svo að fara á innkirtla deild eftir helgi og verð þar í 2 vikur - það er ss ekkert annað að frétta af mér nema spítali og nám - gaman að því..... okei þessu með námið var kannski aðeins ofaukið, ég læri mjög lítið þessa dagana allavega á bókina - en ykkur gæti nú sennilega ekki verið meira sama....
hlakka til að heyra í ykkur félagar, og ég klukka hér með Dodda og vonast eftir skjótum viðbrögðum :)

Góðar stundir......

klukkan tifar....