Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Nýársskák.... og hvað eru mörg "á" í því?

Jæja nú eru 4/8 hlutar klúbbsins komnir með hinn nýja betablocker, en samt eiginlega 5/8 því mig grunar að Salz-hlutinn komi til með að blogga undir einu nafni. (Nema Hallmeister vilji senda mér netfangið sitt svo ég geti boðið honum formlega)

Þá er spurningin hvort við viljum ekki fagna þeim áfanga með skák að hætti hússins. Ég er búinn að vera í sambandi við Önnuna og Hrafninn og hef fengið þær stórfenglegu fréttir að þau séu á heimleið í stutta heimsókn. Einnig hef ég haft af því hið stórfenglega veður að Þríeykið frá Herlev sé einnig á heimleið í aðeins lengri heimsókn. Því datt mér í hug það snjallræði að þá væri tilvalið að skáka af því tilefni og það að Mosfelli. Anna var komin með óskastund fyrir skák þessa og er hún að síðdegiskveldi þann 22. janúar næstkomandi og mig langar að varpa því fram í mesta sakleysi hvort Herlevingarnir séu lausir umrætt kvöld og eins Saltararnir með hjálp veraldarvefsins mikla? Væri það hin mesta skemmtan ef af þessu gæti orðið og myndi það gleðja sál mína og sinni.....

Óska ég hér með eftir góðum viðbrögðum við bréfi þessu.....

yðar einlægur Fróðaldur Mosfell.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Mutherfxxxxx

Mikið var að herra Herlev komst inn á þetta öldungis fína blogg aftur. Nú verður tekið til skrifta.

mánudagur, janúar 08, 2007

Við erum komin inn !!!

Það er góð tilfinning að vera kominn aftur inn á síðuna okkar góðu enda snilldar vettvangur umræðna........ég hef samt ekkert til að ræða um......hmmm......Hlakka til að sjá ykkur öll einhverntíman á nýju ári :D

Harpan

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Hæ hó og gleðilegt ár

jæja kæru vinir!!

nýju ári fylgja nýjungar...... þannig var það þegar ég var að skrá mig inn í bloggerinn um daginn, þá þurfti ég að græja e-ð nýtt stuff og búa til google account, sem ég og gerði og fylgdi öllum kúnstarinnar reglum. En þá gerðust undrin og stórmerkin... eftir að google reikningurinn hafði verið stofnaður þá var mér tilkynnt að allir sem ætla sér að skrifa á þetta góða blogg okkar verða að stofna slíkan reikning og skrá sig þannig inn á bloggerinn í framtíðinni.....

ég hef nú sent boðslykla til Önnu og Hörpu en vantar e-mail reikninga annarra skákara til að senda þeim boðslykla. ég óska því eftir vefföngum ykkar, elsku meðskákarar og þá getum við bloggað að vild um aldur og ævi og að eilífu fyrir tilstilli GOOGLE.

yðar einlægur Fróðaldur Mosfell