Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Allir út að hjóla....

Halló allir saman baunir sem og ekki baunir !

Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir síðast, það var nú bara nokkuð góð stund þrátt fyrir teikavei mat og söknuð í hjarta...

Jæja þá er miklum áfanga náð hjá mæðgunum á Bugðulæknum. Föstudaginn 27. ágúst var keypt hjól með öllu tilheyrandi. Hér liggja hjálmar um víð og dreif og hugsunin um það að komast út að hjóla er það eina sem kemst að....
Fyrsti hjólatúrinn var samt ekki farinn fyrr en sunnudaginn 29. ágúst, æsingurinn var nú það mikill :) Þetta vakti allt saman mikla hrifningu hjá hinni stuttu. Allt saman mjög forvitnilegt þar sem hjálmurinn tekur nokkuð mikið pláss á annast frekar litlu höfði... Og svo var lagt í hann upp í Blönduhlíð til Höllu og Co. Móðirin, sem hélt að hún væri í annars ágætu formi, lét næstum lífið í verstu brekkunni og varð að teyma hjólið dágóðan spöl á meðan andanum var náð á ný. Á meðan sat Halldóra Björg hin sáttasta og skoðaði heiminn frá nýju sjónarhorni. Það var nú alls ekki slegið slöku við og hjóluðum við úr Blönduhlíð upp í Kópavog þar sem bróðir minn er að standsetja íbúð. Halldóra Björg er nú vön að sofna aftur svona tveimur klukkutímum eftir að hún vaknar á mognana en þarna var svo mikil gleði að hún sofnaði ekkert. Eftir fjóra tíma fórum við aftur heim og þegar við vorum búnar að skilja við Höllu og Co í Blönduhlíðinni fann ég fljótlega að eitthvað datt á bakið á mér. Vitið menn, var það ekki risastór hjálmur sem bankaði á bakið á mér og sú stutta greinilega gat bara ekki meir því að hún var sem meðvitundarlaus í hjólastólnum góða. Þar sem ég hef ekki prófað þetta áður fannst mér þetta frekar pínlegt því að það var eins og ég væri með lík aftan á hjólinu sem lafði fram á hnakkinn. Nei nei, henni leið nú bara mjög vel og haggaðist ekki þó ég reyndi að ýta henni aftur í stólinn þannig að svona varð þetta bara að vera.... Ég hjólaði og Halldóra Björg dinglaði með.... Þegar heim var komið fór dagurinn í sinn vanagang og dinglarinn fór í kerruna sína og svaf úr sér. En það er nú ekki tekið út með sældinni að eiga voða flott hjól því að stirðleiki hjá móðurinni lét brátt á sér kræla og svo ekki sé minnst á botninn.. oh ooooooo.... mjög óþægilegt, sehr schlecht... En æfingin skapar meistarann og við munum halda ótrauðar áfram á meðan veður leyfir !

Bestu kveðjur frá Bugðulæknum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home