Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, mars 23, 2005

það eru að koma páskar

halló halló halló
orðinn dágóður tími síðan ég skrifaði síðast......uss já alltof langt...
fékk þá ágætis ráðleggingu um daginn að þegar ég hefði ekkert að gera þá ætti ég bara skrifa á matskák.is - og það er ég einmitt að gera núna:)
að vísu ekki alveg rétt að ég hafi ekkert að gera, ég hef alveg fullt að gera, ég bara nenni því ekki!!! úff ekki nógu gott - það er bara e-ð svo notó að vera bara heima og ekki í e-u brjáluðu stressi, er samt kannski einum of róleg.... en það eru nú að koma páskar....
ég er að vísu að vinna um páskana en það er nú bara fínt, fullt af monningum og svona...
jæja best að fara að kom sér að verki:)

hafið það gott og gleðilega páska:):):)

sunnudagur, mars 13, 2005

Silfur Egils eða Dodda...?

Haldið þið ekki að litli strákurinn hann Doddy hafi ekki bara landað silfurpeningi á Danska Meistaramótinu núna um helgina. Jess sör, hann er að gera fína hluti hérlendis sem og annars staðar. Er að vísu örítið krambúleraður eftir öll lætin en það er ekkert sem gott knús frá konunni minni heittelskaðri lagar ekki, óttist ekki ég er ennþá fallegur...!
Íslandsförin er enn á dagskrá og hefur áætlaður lendingartími verið áætlaður og brottfaratími brottfærður, og hananú. Alls ekki óvíst um kvöldsnarlið á Mosfelli.
Vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta á föstudagskvöldinu, tilbúin að styðja á bakvið lítin kút og þess má til gamans geta að ég luma á nokkrum miðum á hálfvirði fyrir þá sem gætu haft áhuga á slíkum kjarakaupum $$$.
Kær kveðja til allra sveitunga.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Hmmmm.....Matskák?.... Já alveg rétt.........

Já komið öll blessuð og sæl nær og fjær.

Nei ég var ekki búinn að gleyma ykkur, en þó gæti verið að þið séuð búin að gleyma mér því það er svo óralangt síðan ég hripaði eitthvað niður hérna.

En af mér og mínum er það hinsvegar að frétta að Hárdís er búin í prófum og hinum mikla húslestri sem sagt lokið og má jafn vel segja að henni hafi nánast allri verið lokið. Allavega fór hún með svo mikil ósköp af latneskum þulum upp úr svefni í nótt að ég hélt að ég væri staddur í einhverju öðru rúmi á öðrum tíma, eða....æ þið vitið hvað ég á við. Eníveis konan orðin kolklikk (nema hún hafi þá alltaf verið það) og ég eins og ég er og það er náttúrulega ekki á það bætandi.

Legg ég því til og mæli svo um að við förum að huga að skákkeppni við fyrsta tækifæri. Heyrst hefur að Þórður sæfari sigli nú hraðbyri til landsins okkar ísa og held ég því að það væri kjörið tækifæri til hittings. Hvað segiði t.d. um miðnætursnarl þann 18. mars nk. eftir að við erum öll búin að horfa á drenginn berja líftóruna úr einhverjum öðrum?? bara hugmynd en vænti svara við fyrsta tækifæri.....

kveðja frá Mosfelli

sunnudagur, mars 06, 2005

hæ allir nær og fjær

jamm hún er svolítið rykfallin blessuð síðan en ég held samt að það kíkji nú allir endrum og eins hvort einhver hafi skrifað.
En af okkur er bara allt fínt að frétta og flest við það sama bara. Hrafn er alveg í djúpu lauginni að lesa og pæla í efni fyrir ba ritgerðina sína og ég er bókstaflega í djúpu lauginni þar sem að ég er búin að uppgötva það að sund er algjör snilld og ég bókstaflega elska að synda, það er varla hægt að draga mig uppúr fyrr en puttarninr eru alveg orðnir að rúsínum og sundhettan orðin blaut í gegn.
En ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum kæru matskákar og við sjáumst von bráðar í skákinni.
ykkar anna