Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, október 30, 2006

Keppnin afstaðin.......

jæja, þá er keppnin afstaðin og lífið að detta í fastar skorður aftur. Ég hef þegar fengið þær fréttir að ég var ekki einn af sigurvegurum keppninnar í ár, en það voru víst 3 sem fá þann heiður að vera sólistar með sinfó á tónleikum í janúar. En þetta var nú bara frábær reynsla og mikið og margt hægt að læra af þessu og gott að vita hvað maður getur gert betur næst.

Við hjónakornin erum annars í banastuði þessa dagana og náttla alltaf nóg að gera. Ég ætla að reyna að ganga í þessi skype mál í þessari viku og þá verður kátt í höllinni og lítið mál að halda fjarskák við hin ýmsu tækifæri.

Hafið það annars ógó gott hvar sem þið svo sem eruð í veröldinni og við látum fréttir berast af okkur um leið og þær gerast........

föstudagur, október 27, 2006

Þvottadagur

Mikið afsakplega er gaman að hafa aðgang að þvottavél. Vorum búin að venjast því að dröslast með 20 kíló af þvotti í, einu sinni í viku, þvottahúsið hjá gömlu kínverksku á meðan við bjuggum á Skt Jörgens og einhvern veginn virtist þvottakarfan aldrei tæmast. En með breyttri búsetu bættist hagur okkar baunlendinga og nú er þvottakarfan nánast tóm...
Love it.
















(Myndefnið tengist á engan hátt efni greinarinnar)

sunnudagur, október 22, 2006

Skorsteinn

Í dag reif ég niður 5 metra háan skorstein með hamar og meitil að vopni.

miðvikudagur, október 11, 2006

Doktor Árdís, doktor Árdís

Muuuuuuuuuuuuuuu, ér með sokkið auga... greinilega búin að næla mér í sýkingu einhverskyns sem gerir það að verkum að annað augað (allavega enn sem komið er er það bara annað augað) á mér er bólgið og vatnskennt og skemmtilegheit. Er búin að panta mér amerískan læknatíma til að sjá hvort þar á bæ vilji læknir láta mig hafa augnsmyrsl.
Auðvitað varð mér hugsað til doktor Árdísar um leið og ég vaknaði í morgun með aumt og bólgið auga :)

Gangi þér svo rosalega vel í kvennafræðaraprófinu á föstudaginn :)

*

Annars hef ég smá sögu að segja frá ævintýrum íslendinganna í útlandinu sem er lengst í burtu:

Þannig var mál með vexti að við Hrafninn tókum okkur bílaleigubíl um helgina (já,já aftur - í þriðja skiptið síðan við fluttum :) til þess að ná að versla það sem við þurftum án þess að í það færi heil vika af burði fram og tilbaka úr búðinni. Ókei, við ætluðum að sjálfsögðu að nota bílinn svo við ákváðum að skella okkur í IKEA sem er svolítinn spotta í burtu héðan að heiman og þangað tekur rúman klukkutíma fyrir okkur að komast í strætó, en um það bil tuttugu mínútur ef maður er á bíl (og tekur hraðbrautina).
Allavega, við leggjum af stað hjónin og sveigjum inná hraðbrautina, sem við vissum að við myndum þurfa að keyra á í nokkurn tíma, svo förum við að spjalla og spjalla. Hrafn minnir mig á að fylgjast líka með götuheitunum svo við getum nú sveigt af í tæka tíð þegar til þess kæmi, og jájá, ég gerði það. Svo höldum við áfram að spjalla... Nema að svo finnst mér allt í einu eins og við séum nú kannski búin að keyra aðeins of lengi, eiginlega bara allt allt of lengi miðað við þegar við tókum leigubílinn um daginn - þá vorum við ekki svona lengi á hraðbrautinni - segi ég við Hrafn. Hann hefur nú ekki miklar áhyggjur af þessu, því við höfum hvort eð er ekki ennþá séð skilti með götuheitinu sem við áttum að sveigja af hjá. Nema nánast með það sama förum við að líta aðeins betur í kringum okkur - þetta er eitthvað aðeins skrítið... hmmmm... alltíeinu eru öll götuheiti BARA á spænsku, alveg vön því sko að það sé töluvert á spænsku hérna, en ekki ALLT.
Þá keyrum við fram á - Mexican borders 1/2 mile - (já,já 1 kílómetri)... Við (,") shitt... við neflilega gleymdum að taka með okkur pappírana sem segja til um að við megum réttilega vera í þessu landi og höfum verið minnt á það vel og mikið að maður ÞARF að vera með pappíra ef maður lendir í vörðum af einhverju tagi og þá sérstaklega landamæravörðum... Annars getur maður setið fastur hjá þeim þangað til þeir geta hringt og staðfest hver maður er hjá skrifstofu skólans - og þetta var á laugardegi, svo... Það eina sem við hugsuðum var, plís plís plís vera frárein innan San Diego, plís plís plís ekki lenda í bandarískum og mexíkóskum landamæravörðum með engin skilríki eða pappíra. Þar sem við brunuðum á ógnarhraða í átt að Mexíkó og sáum þangað yfir, Hrafn búinn að koma sér eins langt til hægri og hann gat á götunni án þess að keyra útí kant, svo við gætum sveigt ef það kæmi frárein - sjáandi fyrir okkur tvo afsakandi Íslendinga í landamæravandræðum talandi við menn með engin svipbrigði - samt líka svolítið flissandi því þetta var bara aðeins of fyndið, þá kom á síðasta snúning frárein innan San Diego og við vorum sloppinn. Hjúkks... Við pössuðum okkur á því að taka u beygju um leið og við gátum og vildum bara koma okkur í hina áttina svo við værum allavega í Bandaríkjunum.
Þetta var sannarlega stuð og minnti okkur á hvað er rosalega stutt til Mexíkó, við vorum ekki búin að keyra í meira en tuttugu og fimm mínútur til hálftíma og samt búum við allra lengst eftst uppi, hinumegin í borginni. (þegar ég sagði að maður væri 20 mínútur í IKEA þá er hraðbrautarferðin af þeirri ferð aðeins um tíu mínútur. Ástæðan fyrir því að við höfðum ekki séð skiltið með götuheitinu var sú að það var ekkert skilti með þessu götuheiti...

Bíllinn var annars notaður hið mesta og hér var keypt pálmatré í potti út á svalirnar og ýmislegt annað skemmtilegt. Svo skoðuðum við líka fullt af fallegum stöðum hérna í San Diego, og mikið rosalega er þetta fallegur staður, og mikið rosalega vona ég að allir séu byrjaðir að safna til að koma í heimsókn því það er svo margt að sjá og gera... :)

Hafið það gott, það ætla ég að gera :)

mánudagur, október 09, 2006

Maður verður jú að......


....passa upp á lúkkið ;)

Nýtt lúkk, mogginn farinn í veður og vind enda löngu komið úr tísku að borga fyrir dagblöð, og allir sehr ánægðir...

annars er allt sehr geherte fínt að frétta, ég er á haus að undirbúa mig fyrir hina margfrægu sinfó-keppni með tilheyrandi látum og góli....gerðist að vísu svo gáfaður að velja mér prógram sem er allt á rússnesku en það er bara svalt og músíkin frábær eftir því.

Árdís er að fara í próf á föstudaginn í kvennafræðaranum og situr sveitt í lestri upp að hnjám. Við söknum ykkar allra massa mikið en það er voða gott að geta fylgst svona með ykkur þegar maður leyfir sér að skreppa í tölvuna....

Ég vil hrósa Halla sérstaklega fyrir ótrúlegt aktívitet í blogg-málum, mætti halda að hann væri að bæta upp fyrir þessi 3 ár sem hann fór ekki í tölvuna meðan hann bjó hér heima, ekki það að ég sé barnanna bestur í að blogga, enda vellur þá bara einhver steypa og með því upp úr mér þegar ég geri það.......

Eníveis, vona að þið hafið það sem best og við látum heyra í okkur milli mála þegar færi gefst...


ps. ákvað að láta mynd fylgja af tveimur skvísum á góðri stund....

sunnudagur, október 08, 2006

En ekki hvað ?















Skil ekki alveg hvað Jótarnir eru að meina með
þessu skilti en þar stendur :

LIFANDI BÖRN Á VEGINUM !

föstudagur, október 06, 2006

Lúkkið

Ein hugmynd sem frú La Jolla langar til að bera upp við Þorvald frá Mosfelli og aðra matskáka vegna síðu þessarar:

Væri af einhverjum kosti mögulegt að breyta útliti síðunnar þar sem að þetta lúúkkk á það til að valda mígreni hjá ofangreindri? (hvítt letur á svörtum bakgrunni gerir ekki góða hluti fyrir augun mín og hausinn).

Ég vil ekki taka mér bessaleyfi og breyta þessu, því set ég hér fram þessa fyrirspurn í formi hálfgerðrar könnunar.

Sakn á ykkur öll xxx

Frú La Jolla :)

þriðjudagur, október 03, 2006

B-U-B-A




















Buuuumba...!

sunnudagur, október 01, 2006

Haleluja...

Hér er stemmningin engu lík, fun heitt úti enn, þó aðeins svalt á kvöldin. Við höngum bara inni og chillum eftir annars mjög fínann dag. Fórum í frábæran hjólarúnt á nýja hjólinu (sjá frásögn á Sönglað í Salz) og reyndist það hinn besti gripur. Hjóluðum svo mikið að grísinn okkar sofnaði aftan á hjólinu hennar Hörpu, í barnastólnum, hangandi út á hlid. Síðan brunuðum við heim og elduðum grænmetissúpu og heimabakað brauð, buðum gestum og höfðum það gott. Fyrsti skólafundur er á mánudaginn þó Harpa hafi ekki komist inn þá fara samt allir tímarnir hennar fram þar og undirleikurinn og síðan má hún sitja þá bóklegu tíma sem hún vill. Svo þetta er bara allt fínt. Ég ætla að mála kennsluherbergið hennar Mörthu söngkennara í næstu viku og síðan fer ég líklega aftur upp í sveit eftir næstu helgi. Þá bara í 5 daga í einu, hitt var allt of mikið, 9 dagar, svona ný giftur. Okkur finnst mjög gaman að vera búin að fá skypið og geta talað við alla vini okkar, og sérstaklega gamla taflfélaga. En fyrirliðar hópsins láta sig bara hverfa í hryngiðu íslensks skólalalífs og hér með krefjumst við taflmenn matarklúbbsins Matskák að þau Árdís læknanemi og afríkufari og maður hennar Þorvaldur bassasöngvari og læknanemamaður, meldi sig á skypið og msn og alles som der erlendiske mennisker som live in der utlans habst gefunden im der internet fur sin eigen computer. og hryngi svo kát og glöð svo við getum skipst á uppskriftum og planað hitting í gegnum síma/tölvu frítt. Þeir sem með mér standa, pósti sín eigin komment í þar til gerðan komment dálk og láti þar einnig frumsamin slagorð fylgja með fyrir matarklúbbinn Matskák og/eða bara pólitíska ádeilu. Takk og bless. Heittrúaður matskákingur og villimaður, Haraldur Von Salzach im der altstadt Salzburger haubstadt im der grosseste skiland, Austria. Nei, ér er ekki fullur !!!