Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, nóvember 03, 2008

Matarklúbburinn Matskák hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr landi.

Ég Herrrr Fisher Fiskspiel, aðaltalsmaður og höfðingi þessa merka félagskapar hef ákveðið að flytja höfuðstöðvar hópsins úr landi vegna fjárhagsástands íslensku þjóðarinnar.

Ég hef hér búið á leigu hillu, í leigu íbúð, í leigu landi austuríkska keisaraveldissins í rétt rúm 2 ár. Þar sem félagið hefur orðið fyrir miklum fjárhagshremmingum undanfanar vikur og mánuði, tapar gríðarlegum eignum og höfuðstóll hefur rýrnað svo mjög hef ég ákveðið, að til að stýra Matskák áfram og sem heilu fyrirtæki í eigu réttra aðila, þ.e. þá ekki íslenskra lánadrottna, að flytja höfuðstöðvarnar og ALLAR eignir til austurríkis, þar sem ég hef nú þegar lögheimili.

Ég veit að ákvörðun þessi kemur mörgum sterkum aðilum innan hópsins, svo og/og sem eru jafnframt stofnmeðlimir Matskákar, mjög á óvart og harma ég það mjög en hefur mér sýnst þetta vera eina leiðin, EINA LEIÐIN til að halda félaginu áfram í óbreyttri mynd, og með óbreyttri eignaaðild. Ákvörðun mín kemur leigusölum mínum og undirmönnum í stjórn félagsins, þeim Haraldi Ægi og Hörpu þorvalds, ekkert við.

Ég vona að við þessa breytingu á aðalskipulagi starfshóps Matarfélaga og Matskákar opnist hér lífleg umræða af hálfu stofnmeðlima félagsins.

Virðingarfyllst.
Herrr Fisher Fiskspiel.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég harma þessa ákvörðun herra Fiskspiel og legg til að hann verði rekinn........

8:44 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Herr fiskspiel var einróma gerður að verndara og aðalsmanni Matskák að öllum meðlimum viðstöddum því er hann í fullum rétti með gjörðir sínar. En hefur jafnframt sagt það opinberlega að hann myndi íhuga flutninginn ef líf hlipi í blogsíðu þessa.

En það skal tekið hér fram að hann hefur engin áform um að lána sjálfum sér stórfé úr Matskák og afskrifa síðan skuldina. Enda gott og heiðvirt ljón.

Almannatengsla fulltrúi Herr Fisher Fiskspiel í Austurríki.

4:27 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Það þykir mér ánægjulegt að sjá að matskákar hafa látið til sín taka í skrifum á þessum annars rykfallna vettvangi. Ég get ekki með nokkru móti verið eftirkona í þeim efnum.

Það gleður mig ósegjanlega að Fiskspiel hafi ekki leitt hópinn til fjárhagslegrar glötunar eins og fram kemur hér að ofan. Það hefði því miður vel getað gerst. Á það ekki síst við um þegar hugsað er til þess vettvangs er matskákar komu saman fyrir réttum tveimur og hálfu ári, er kosið var um hlutverk ljónsins innan hópsins. Ég ætla ekki hér að fara dýpra í þá sauma, en ég held að það gleymist seint hversu dýrmætt það kvöld var á allan mögulegan hátt. Dýrðlegt.

Mér þykir samt mjög leiðinlegt ef Fiskspiel vill flytja höfuðstöðvar Matskákar frá Íslandi, sérstaklega þar sem landfræðileg lega landsins er svo einkar vel til þess fallin að þjóna tengslahlutverki innan annars mjög alheimslega dreifðs hóps. Og þó ég viti vel að við tengjumst öll í hjörtum okkar þá þætt mér persónulega betra að höfuðstöðvar hópsins yrðu enn sem áður á Íslandi til að styrkja tengsl okkar enn frekar.

Það má heldur ekki gleymast að Ísland þarf á festu og stuðning að halda þessa stundina. Með því að fjarlægja svo sterkann og samheldinn klúbb úr landinu myndast tómarúm sem ekki má við á þessum síðustu og verstu tímum og erfitt gæti reynst að fylla. Við verðum að standa með Íslandi. Ekki flýja af hólmi.

Ég kýs með því að höfuðstöðvar Matskákar verði áfram á Íslandi og vona að Fiskspiel sjái að sér og taki ákvörðun sína til baka.

Að lokum langar mig til að mælast til þess að afmælisdagur Matskákar verði gerður að hátíðardegi og 27. júlí verði héðan í frá nefndur "matskákardagur" þar sem félagar leggja sig í lima við að snæða góðan mat og minnast annarra skáka um heim allann.
Ég er meira að segja með háleitar hugmyndir um hvernig virkja mætti matskák með aðstoð tækninnar, en þær læt ég bíða að sinni og kem að seinna.

Með mestu og bestu yndiskveðjum, söknuði og tilhlökkun til næsta aðalfundar,
Frú sólskin hinumegin á hnettinum

4:29 f.h.

 
Blogger Unknown said...

Ég sakna Matskák!

7:04 e.h.

 
Blogger Halli said...

Já sammála ! Ég skal ganga á fund ljónsins og biðja hann um að taka það til skoðunar að hugsanlega fresta eða leggja alfarið til hliðar þær áætlanir að færa höfuðstöðvar hópsins til Austurríkis, þó svo að fjárhagsleg afkoma hópsins gæti verið öruggari þar.

En af mínum samskiptum við hann undanfarið hef ég orðið var við gremju í garð stofnmeðlima (þar sem nýir meðlimir eru báðar enn óskrifandi) yfir ládeyðu í höfuðfærslum á síðunni.

svo ég hafi eftir honum orðrétt ..." grrrr.. arrrh grrraaah !!

9:40 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmmm...

Hverning loggar maður sig aftur inn á þessa síðu?

D.

2:56 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home