Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Halló

Góðan daginn og gleðilegan janúarmánuð kæru Matskákingar.
Það er helst í fréttum hérna meginn hafsins að við erum flutt úr Hawaii-íbúðinni okkur beint niður í centrum í Köben, ekki nema 5 mín rölt niður á Strik og inn í H&M. Það er sko þvílíkur lúxus að vera kominn hingað í menninguna, í svona líka huggulega íbúð. Og til að toppa allt draslið þá erum við loksins komin með nettengingu eins og allt siðmentað fólk hér á vesturlöndum og getum því óhikað mailað og bloggað eins og okkur lystir. Einnig höfum við fjárfest okkur í nýjum dívan. Það er óneytanlega þokkalega gott að sofa á honum, eftir hörmungar helv...sandsekkinn sem við sváfum á í hinni íbúðinni. Tekur kannski smá tíma að laga hryggskekkjuna...
Og síðast en ekki síst höfum við fjárfest í gítar 6 strengja, hljómfagur með endemum og handhægur mjög. Aldrei að vita nema við keppum fyrir hönd Dana í næsta Júróvísjón...
Hvernig var annars í síðustu matskák? Var grillaður handleggur á boðstólum og berjabomba að handan?
Valgerður er komin á kaf í kórsöng hér í Köben og ef mér sjátlast ekki mun hún taka stjórnina þar innan skamms og skjóta þeim upp á stjörnuhimininn. Og hún er smám saman að tapa sér í auglýsingabæklingum frá Netto og Fötex, alltaf að leyta að góðum tilboðum. Hún er svo hagsýn þessi elska.
Biðjum að heilsa öllum heima.
Kveðja Doddy og Valgerður

föstudagur, janúar 21, 2005

kæru bóndar...!!!

til hamingju með daginn :)

hlakka til á morgun,

see'ya

Gvöööð, bara komenn föstödagör og ég ekke farenn að gera neitt

Þá eru greinilega allir komnir í gírinn og upplýsingaflæðið í hámarki. Bara svona til að vera með þá skrifa ég eftirfarandi.

Hvað, hvar hvenær: Matskák, Hjá Hafdísi og Olla, á morgun um kl. 18:30

Hverjum boðið: Öllum meðlimum Matskákar sem staddir eru á landinu og fylgifiskum þeirra.

Markmið: Að gúffa í sig öllum þeim kræsingum sem verða í boði með allri þeirri lyst sem hver meðlimur hefur uppá að bjóða.

Niðurstaða: Svona líka glettilega gott kvöld.

Ef meðlimi skortir rænu til að ramba á rétta staðinn þá er velkomið að slá á þráðinn....

ps. Þorrinn byrjar víst í dag..... ;-)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Kennarasleikja....

Halló mínir elskulegu !
Nú er alvaran tekin við og Harpa er byrjuð að mennta æsku Íslands. Þetta gengur bara alveg vonum framar og ég held að ég sé nú bara sérdeilis ágætur kennari :) Maður verður nú að stappa í sig stálinu öðru hverju... ;)
Það er samt alveg rugl mikið að gera eins og þið hafið orðið vitni af (samskiptaleysi). Ég vona að það verði breyting þar á eftir smá tíma þegar allt er komið í rútínu. HB er byrjuð hjá dagmömmu og líka byrjuð að labba þannig að það er allt í gangi.
Ég hefði nú viljað sjá meira af okkar kæru vinum um jólin en svona er þetta bara stundum. Við verðum að vera duglegri að vera í sambandi, öllsömul. Ég ætla að taka mig á núna og skrifa reglulega pistla um daginn og veginn !!!!!!

Verð að sinna börnunum ;)

Heyrumst Harpa skarpa

Hvar eru Harpa og Halli???

Ég er búin að kíkja undir öll borð, tölvur og síma en enginn svarar.
Hmmmmmmm... kannski maður reyni heimasímann þeirra í betri von um svar svo þau viti nú hvers má vænta um helgina.
Ég hlakka til að sjá ykkur öll kæru vinir.
stuðkveðjur af kantinum

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Góðir undirtektir, teflt næstu helgi

Sko hérna!

Laugardagskvöld er ON, Árdís og Þorri skákmeistarar og við Anna vorum með tiltekinn forrétt í huga. Eru Buðgulæksbörnin þá ekki sátt við að desertera?

Hljómar allt voða vel.
Í leiðinni skal send kveðja til Kaupinhafnarskrifstofunnar. Whazzup!

mánudagur, janúar 17, 2005

Er stemning fyrir næstu helgi?

Hvernig líst hérlendum skákáhugamönnum á næstu helgi, sunnudag (eða þess vegna laugardag)?

Fúli gæjinn

föstudagur, janúar 14, 2005

halló...

gleðilegt ár og takk kærlega fyrir ánægjustundir á því gamla.
Var að spá...
ER EKKI AÐ FARA AÐ KOMA AÐ NÆSTU MATSKÁK?
spurning um að fara að skipuleggja
sjáumst
Anna:)

mánudagur, janúar 03, 2005

Nyåarskvedja frå Køben

Sæl øll sømul til sjåvar og sveita.
Okkur hjuin langadi bara eldsnøggt ad senda okkar innilegustu nyårskvedjur til ykkar allra og thakka fyrir lidnar stundir.
Vid erum komin aftur til kongsins Køben og her er allt i bloma, grasid grænkar og fer litid fyrir jolunum. Fengum okkur Leif pizzu i gær. Erum ad fara ad skrifa undir leigusamning å nyju ibudinni i kvøld og ef einhvern timan var timi til ad fagna thå er thad i kvøld. Erum ad deyja ur spenningi eftir ad flytja.
Thøkkum Hørpu og Halla serstaklega fyrir afnot af ibudinni um åramotin, TAKK.
Åramotaheitin min:
1.Gera pløtu.
2.Fara ut i Videy
3.Borda hval

En thid?