Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Upp á palli, út í tjaldi...

Jæja krakkar mínir !

Nú er auðvitað gleðin alls ráðandi og allir á skallanum hvar sem þeir eru niðurkomnir.... Við fjölskyldan erum nú bara komin heim í rólegheitin eftir vel heppnaða heimsókn í sumarbústaðinn "Ástarbugðuna":) sem móðir mín og faðir leigðu út vikuna. Það besta var með þetta allt saman að móðir mín var með ofboðslegan kvíða yfir því að vera í fremstu víglínu á útihátíðinni í Úthlíð ( þar er bústaðurinn góði). Hún sá fyrir sér að þurfa að drösla hálfdauðum unglingum hingað og þangað til þess að komast leiðar sinnar.... Nei nei þetta var sko alls ekki svo slæmt. Það virðist sem unglingarnir sæki ekkert sérstaklega eftir gleði með Magga Kjartans og Helgu Möller í broddi fylkingar, sem betur fer fyrir aldraða foreldra mína :)
Ég bíð spennt eftir fréttum af helginni góðu...


'O nei, það eru bara tveir þangað til okkar ástkæru og nýgiftu Doddi og Valgerður fara af landi brott :(

1 Comments:

Blogger Árdis said...

við þorri vorum í mývatnssveit um helgina og það var ser næs:)
vita anna og hrafn nokkuð af blogginu?? ég held að við séum ekki með e-mail hjá þeim svo við höfum ekki getað boðið þeim að vera með.... verðum að gera e-ð í því

12:07 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home