Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, júní 28, 2007

Hvað er að frétta......

Kæru samlandar til sjávar og sveita!

Nú er það helst að frétta af okkur bændum að Mosfelli að Árdís Mosfell er nú stödd á austfjörðum, þar sem hún starfar fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég var fyrir austan hjá henni í viku og nú er hún búin að vera viku í viðbót en kemur heim á morgun.

Ég stend í stórræðum þessa dagana og er á fullu að undirbúa mig fyrir Belvedere Óperukeppnina í Vínarborg, sem fer fram í næstu viku og er ég einn þriggja íslendinga sem taka þátt í henni í ár.

Árdís byrjar svo að vinna í Þorlákshöfn á mánudaginn og verð ég í hlutverki læknisfrúar í sumar, þegar ég verð á landinu, og verður alltaf heitt á könnunni og hjónabandssæla í ofninum fyrir þá sem eiga leið þar um í júlí og ágúst.

Að lokum vil ég Þakka Herr Fiskschpiel kærlega fyrir góð uppörvunar orð og spyr því næst......Hvað er að frétta????????

mánudagur, júní 18, 2007

GOÐANN DAGINN KÆRU MATSKAKINGAR !!!

Ég er Fisher Fiskspiel verndari hópsins.

Ég vil að þið heyrið, lesið, skiljið, meðtakið og munið orð mín.

Matskák er sterkur, góður og gegnheill klúbbur sem ég vernda með ofurmætti ljóna.

Ég get ekki, sem höfuð hópsins, horft upp á niðurlægingu hans, í netmiðli þessum með kraftleysi, áhugaleysi og almennum slóðaskap meðlima, án aðgerða.

Nú nafngreini ég fullgilda og ábyrga meðlimi hópsins fyrir veröldina að sjá hvernig þið eruð.

Ef það er ekki nóg til að blása lífi í þessa síðu fara að birtast hér á síðunni enn nánari upplýsingar um hvern og einn stofnmeðlim sem mörgum gætu fundist óþægilegar.

Og ég mun halda áfram þangað til ÖLL ykkar leyndarmál eru hér komin á borð fyrir alheiminn allann og veröld víða.

Reynið ekki á völd mín.

Verndari Matskák Fisher Fiskspiel.

Stofnmeðlimir:

Haraldur Ægir Guðmundsson
Valgerður Jónsdóttir
Hrafn Ásgeirsson
Árdís Björk Ármannsdóttir
Harpa Þorvaldsdóttir
Þórður Sævarsson
Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson
Anna Sigríður Þorvaldsdóttir