Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

laugardagur, nóvember 20, 2004

hæ hæ allir saman...

Ég vil byrja á því að þakka fyrir vel heppnaða og meiriháttar skemmtilega ferð til Kóngsins Köben þar sem tekið var á móti okkur með pompi og prakt á Baldursgötunni. Eins og Doddi skýrði svo réttilega frá þá tók kvenþjóðin á því í innkaupum á Strikinu og ekki laust við að erfitt hafi verið að kúpla sig niður við heimkomu en maður reynir nú samt..... komm on það eru nú samt að koma jól.... :)
Það er skemmst frá því að segja að spenningurinn yfir því að hitta litla grísinn sinn aftur var nánast óbærilegur og voru endurfundirnir mjög sniðugir. HB var mjög hissa þegar hún sá okkur fyrst en svo slaknaði ekki á brosinu og gleðinni það sem eftir lifði dags, mjög gaman.

Annars erum við bara að komast aftur í gírinn hérna á klakanum og ef einhver var að kvarta undan kuldanum í Köben þá bara...... Það er búið að vera svívirðilega kalt hérna, hefur ekki verið eins kalt í hundrað ár, HUNDRAÐ ÁÁÁÁÁÁRRRRR, ojbarasta. Og til að toppa allt saman þá fékk ég mér eitt stykki gubbupest í gær (föstudag) en hún er nú að molna úr mér núna :( Og nú er hann Halli minn alveg viss um að hann sé kominn með gubbuna, samt ekkert búinn að gubba blessaður......

Jæja ég hlakka mjög til næstu Matskákar og hlakka líka mjög til að fá litlu baunirnar mínar aftur á klakann :)

Bestu kveðjur frá Hörpu Halla og Halldóru Björgu

föstudagur, nóvember 19, 2004

Åfram Island

Jæja. Thå er Kaupmannahøfn øll ad skrida saman eftir innrås Islendinganna um sidustu helgi. Baugur keypti 80% hlut i Magasin og Harpa, Årdis og Valgerdur keyptu 80 hluti å Strikinu, talandi um kaupædi hjå Islensku thodinni. Danskir kaupmenn hafa ekki grætt svona rosalega sidan einokunarverslunin var vid lidi. Heilu bankakerfin hrundu i øllum låtunum, svo mikill var hamagangurinn i stelpunum okkar, "Åfram Island".
Fyrsti snjorinn let sjå sig i dag og thad er ordid asskoti kalt herna megin.
Valgerdur er farin ad telja klukkutimana thar til hun kemur heim.
Høfum thad stutt ad thessu sinni.
Til hamingju med ansi vel heppnada Matskåk, ønnur eins matreidsla hefur ekki sest her å Norrebro i håa herrans tid. Hlakka til ad reyna ad toppa i eldamennskunni i Desembermånudi thegar vid verdum vonandi øll, lika fuli gæinn...
Kvedja frå Doddanum og Vølunni

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

bara 1 vika Við erum að tala um SJÖ DAGA!!!

Já nú eru aðeins sjö dagar þangað til 3/4 matskákmeistaranna verður að raða í sig skonsum og smörrebröd í danaveldi og spennan er í hámarki... við erum að tala um að ég er hættur að sofa á nóttunni ( og farinn að sofa á daginn.... ekki spyrja mig af hverju...).

Annars hefur lífið gengið sinn vanagang undanfarið og búið að vera þétt stemning. Foreldrar mínir, þ.e.a.s. heimsins besti hljóðmaður og frú, héldu upp á SEXTUGS afmæli sín á föstudaginn var og þá var heljarinnar partý með kaffi og Súkkulaðitertu a'la Mamma og svaka stuð.

Daginn þar á undan vorum við svo í sjötugsafmæli hjá föðursystur hennar Árdísar þannig að tugirnir hafa aldeilis hrannast upp undanfarið.

Jæja nú er mín heittelskaða komin heim úr skólanum og ég ætla að fara að gefa henni e-ð gott í gogginn.

sjáumst í Köben og heyrumst vonandi fyrr :-)