Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, júní 26, 2005

Fréttaþyrst stúlka í útlöndum

Hæ hæ öllsömul. Ég man hvorki notendanafnið eða lykilorðið mitt svo ég er að skrifa undir Dodda nafni, en þetta er semsagt frá mér, Valgerði.
Mig langar bara svo rosalega að frétta eitthvað af ykkur elskurnar mínar. Hvað eruð þið að bardúsa þessa dagana? Hvernig gengur með brúðkaupsundirbúninginn, Þorri og Árdís? Á ekki að gæsa og steggja þau allsvakalega? Það er óðum að styttast í að við komum til Íslands og ég hlakka alveg rosa mikið til. Vonandi að við getum verið eitthvað saman og grillað og skemmt okkur eins og okkur einum er lagið. Komum 22.júlí og förum heim 22.ágúst svo við höfum nógan tíma. En endilega sendið mér smá fréttir, mér finnst ég alveg lost hvað ykkur matskákinga varðar.

föstudagur, júní 24, 2005

Skákað að Urðarstíg

Heima hjá okkur á sunnudaginn. Og þá við með forrétt...búin að kaupa í hann og alles. Einn, tveir og skák!

sunnudagur, júní 19, 2005

Jæja þá er bara vika íetta....

Já mikið rétt, bara vika í það að matskákin dynur yfir og ég farinn að telja klukkustundirnar (við erum að tala um ca. 173 klukkustundir) Við skötuhjúin erum annars að fara að drífa okkur í Mývatnssveitina sem er víst æði og ætlum að vera þar fram á miðvikudag og njóta lífsins listisemda....

Við hlökkum til að heyra og sjá ykkur þann 26. þessa mánaðar, en eigum við ekki eftir að ákveða stað og hvað hver á að koma með? óska eftir tillögum og fleiru skemmtilegu...

kv. Þorrinn

þriðjudagur, júní 07, 2005

Erfitt að finna tíma...

Jæja, hér kemur þriðja eða fjórða tillagan að skáktíma. Halli verður fyrir norðan að mála Akureyri rautt helgina 18. og 19. júní svo það gengur ekki. Spurning með virkan dag í vikunni þar á eftir? Ég er reyndar að vinna frameftir á þriðjudögum og fimmtudögum. Hvað segiði?

mánudagur, júní 06, 2005

Hin næsta skák, really...

Upp kom sú hugmynd að hafa skák 18. eða 19. júní. Hvernig líst skákáhugafólki á?
PS fúli búinn að klára BA og þar með fer fúli í smá frí. Þeim sem sakna hans er bent á Chuck, the Ugly American. Hann er sko fúll!

Hlakka til að hittast öll,
fú....glaði