Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, september 29, 2004

Lærdómsvísa

Árdísi til heilla set ég fram tvo forparta:

Sýklar, sníklar og pseudomonas,
svamla í mati og blómum
----------
--------

H2S hjálpar og laktósinn
haldreipi í lærdómsstríði
----------
--------

Verði ykkur að góðu...

sunnudagur, september 26, 2004

Haust í París

Hej allihoopa..........eða eitthvað.

Þá er komið að því...... ég er að fara til Parísar í fyrramálið og er orðinn mjöög spenntur. Hlakka mikið til að kynnast borginni og að taka þátt í skemmtilegu verkefni (er sem sagt að fara að syngja í Hrafnagaldri með Sigurrós ;-). Mig langaði bara aðeins að láta heyra í mér áður en ég færi og er farið að lengja eftir matskákarhittingi og sting upp á að við hittumst sunnudagskveldið 17. október. Þá verð ég að öllum líkindum búinn að fara þrisvar sinnum til Parísar og einu sinni til Lundúna og kominn heim, vonandi heilu og höldnu...

Óska hér með eftir uppástungum að matseðli fyrir næsta kappát og ég skal koma með einhvern franskan eðalmjöð til drykkjar með kræsingunum.

Árdís biður innilega að heilsa öllum stórum og smáum, klunnum og knáum, komum og sáum, spilum og spáum og..................nei bara djók...

allavega.... sakna ykkar allra óskaplega og meir en orð fá lýst og hlakka mikið til að heyra í ykkur og hitta ykkur í náinni framtíð, en ég er allavega farinn út á flugvöll, bbbbæææææææææóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóó.......................

laugardagur, september 18, 2004

sitjum ei að svumbli á laugardagskveldi...

...heldur sitjum við og græjunördumst á netinu að hlaða inn nýjum öppdeitum af einhverjum forritum í tölvuna.
Það var gaman að rekast á Hörpu og Halldóru Björgu í smáralind í dag og þær voru hressar að vanda mæðgurnar að kaupa sokka á þá litlu. Annars var ég barað slæpast og við hjónin. Ætluðum í húsasmiðjuna á kaupa niðurfallsrör, en lentum einhvernveginn á kattasýningu í garðheimum og síðan í smáralind... eigum sem sagt enn ekkert niðurfallsrör.

þar til næst,

skúmmalatúmmibúmm, þakkinatalatúníla, silandi vimb í tlappandi þumbi á laugardagseisitjaðsvumbli.

mánudagur, september 13, 2004

Hressileg æla

Hey ho Harpa...og thid hin.
Thokkalega skil eg hvad thu ert ad tala um thvi eg var nebbnilega ad koma ur hinum margromada "Hyttetur" sem mig er buid ad vera ad hlakka til fra thvi eg fekk programmid fyrir tvem manudum. Til ad gera stutta søgu stutta tha einkenndist føstudagskvøldid af bjor, drykkjuleikjum, thvoglumæli, stefnulaust råf og ad lokum hressileg æla. OJÅ litill Doddalingur atti engan laugardag, ekki frekar en litil Harpa.
En thar fyrir utan var thett fint, held eg. Hljop allavega ekki å neina veggi eins og sidast...
Thad var keppni a milli bekkja og vid klæddum okkur øll upp sem fulltruar åkvedins lands. Vid vorum Austuriki og thvi var ekkert sjalfsagdara en ad smella ser i Lederhosen, ha sokka, axlabond , yfirvaraskegg og Tyrolahatt. ZZZER GOOD.
Hlakka mikid til ad hitta ykkur øll aftur thvi eg er buinn ad læra svo masse mikid af drykkjuleikjum, svo komid i formi!
Er ordinn vel mellufær i dønskunni, tho ad ordfordinn se enn a vid 6 åra barn, en hægt kemst heim tho fullur se... what?

Jå eg tharf ad fara ad lesa, thad er alveg fullt djobb ad vera i thessum skola, Hafdis thu thekkir thad nu, Krebs og allt thad.

Hallmaster, til hamingju med inntøkuna, audvitad komstu inn, thu ert gechnilling.

Jæja, Valgerdur stendur vid øxlina å mer og er ad bida, heyri i ykkur vid tækifæri.

Doddy


sunnudagur, september 12, 2004

Timburmenn.....

Jæja herrar mínir og frúr

Þar kom að því að húsfrúin og móðirin að Bugðulæk 13 sletti ærlega úr klaufunum.... je minn eini. Fór í matarboð til Guðrúnar vinkonu á föstudagskveldið og fékk mér svolítið hvítvín, je minn eini.... Þar sem ég hef ekki smakkað vín að ráði í EITT OG HÁLFT ÁR þá sveif töluvert á mig á stuttum tíma. Það er samt alveg furðuleg tilfinning að fara að heiman án barns og buru og einbeita sér bara að SÉR í smá tíma. Merkilegt hvað hlutirnir breytast á stuttum tíma hm.....
Á meðan móðirin vandaði sig við að skemmta sér og öðrum voru barn og bura í taumlausri stemningu heima og allt gekk voða vel (án mín, ég bara skil þetta ekki....).
Verð samt að segja að það var líka furðulegt að skríða upp í rúm þegar heim var komið og leggjast við hliðina á HB og anga af vín og reikingarfílu (vil benda á að undirrituð var ekki að reikja, oj, heldur var eitrað fyrir henni á skemmtistöðum bæjarins).
Morguninn eftir var ekki magnaður skal ég ykkur segja :( Tvær parkodín og ömurlegheit settu svip sinn á annars ágætis laugardag.
Eftir þessa reynslu og skemmtilegt kvöld komst ég þó að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að hafa skemmt mér geysilega vel áðurnefnt kveld þá tek ég stundirnar með dóttur minni og manni fram yfir, þ.e. að vera hress að morgni og til í slaginn en ekki grautþunn og ónýt.

Hlakka samt til að drekka hvítvín í Köben því að allt er gott í hófi ;)

Harpa höfuðverkur


föstudagur, september 10, 2004

hæ hó!

var að koma heim úr æfingabúðum með Reykjavík 5. Við vorum í góðu yfirlæti í Sólheimum í grímsnesi og æfðum og æfðum fyrir jazzhátíð Reykjavíkur sem verður um næstu mánaðamót. Staðurinn er alveg frábær og við þökkuðum fyrir okkur með því að halda tónleika í leikhúsinu á staðnum til styrktar leikfélagsins og það var svaka stuð ;-) ....... (smá plögg) Við verðum með tónleika í salnum í kópavogi sunnudaginn 19. sept. kl 16:00 og 20:30 ef einhver hefði áhuga....

það er annars allt gott að frétta ég er byrjaður í Nýja tónlistarskólanum hjá Alinu Dubik og það er frábært, Árdís er að læra eins og hún fái borgað fyrir það og ég reyni að vera sem minnst fyrir........ en það fer nú alltaf svo lítið fyrir mér...........

jæja, vona að allir hafi það gott, Halli er besti bassaleikari í heimi og blesssssaður :-)

miðvikudagur, september 08, 2004

Nú byrjar fjörið fyrir alvöru !!!

Jebb, ég er kominn í tónlistarskóla og mikið fjandi er það að leggjast vel í mig. Fékk að lokum inn í FIH og er að byrja á næstu dögum. Birgir Braga ætlar að kenna mér að spila og svo fer ég í nótnalestur og tónfræði og samspil. Fékk rosa gott fídback frá Sigga Flosa eftir samspilsstöðuprófið og allt í gleði, nú held ég að ég sé kominn á réttann stað. Ég ætla samt að halda áfram í tímum hjá Þórði Högna með skólanum, því ég fékk bara hálft pláss, og blanda síðan öllu vel saman. Það er búið að vera byljandi rigning hérna í tvær vikur, eftir hið mikla hlýinda skeið, og ég held að haustið og lægðin sé að ná til mín, er eitthvað svo slappur og latur. EN gleðin bíður handan við hornið ásamt góða veðrinu. Sjáumst og heyrumst, Danaveldisverur og aðrir lesendur, gúdd bæ.

þriðjudagur, september 07, 2004

kann ekki að yrkja klúrt...

hæ, hæ allir saman... alltaf nóg að gera að vanda, var að vinna tónlist með Óla Birni í dag og það gekk mjög vel og er mjög skemmtilegt prójekt. Kannski við verðum á tónleikum í klink og bank eftir ca mánuð, ég mun láta fréttast af því þegar þar að kemur. Var í síðustu viku vi upptökur hjá sinfóníuhljómsveitinni og það gekk líka bara mjög vel og var mjög gaman. Annars er allt gott að frétta af okkur, við hjónin hlökkum mikið til að fara í heimsóknina til köben og slaka á með okkar yndislegu vinum í landi baunanna.
En hérna kemur fyrripartur...

kann eg ei að yrkja klúrt
kannski mér einhver bjargi

sunnudagur, september 05, 2004

Lélegur seinni partur...

...en klukkan er líka bara hálf tíu á sunnudagsmorgni.

Á grænu hjóli med gallaðan hnakk
geysist aumur um götur
Í fínu formi og forðast krakk
þó flagni hinn óæðri flötur

Láttu þér batna í rassg...

hrafninn

laugardagur, september 04, 2004

Drepast i rassg...

Jå, thå er eg mættur aftur eftir langa fjarveru. Eg hef bara einhvernveginn ekki haft mig af stad i ad skrifa i dalitinn tima og segi bara SORRY.
Allavega, thad er ekki hlustandi å utvarp herna i Kaupmannahøfn. Thetta er eins og ad vera lokadur inni i lyftu med Jonsa og Birgittu Haukdal. Hver stjornar thessu eiginleg? Og thad er ekki eins og ad thetta se bara ein eda tvær utvarpsstødvar sem spila tonlist fra Helviti, heldur ALLAR!
Vard bara ad blåsa adeins ut...
For a fyrsta Fredagsbarinn um daginn i skolanum og hafdi thad gott. Var reyndar svolidid eins og snjobolti i eydimørk. "Hvad siger du?" var mikid notad. Gef theim nu reyndar plus fyrir ad reyna, eg myndi ørugglega ekki nenna ad tala vid mig ef skorinn væri å hinum fætinum. En thetta hlytur ad fara ad koma for helvede...
Hlakka ekkert sma til ad fa Idolstjørnuna og Ønnu sætu i heimsokn, er meira ad segja ad hugsa um ad kaupa vindsæng svo thau hafi eitthvad til ad sofa a. Gummi bro gisti hja okkur um daginn og thurfti ad sofa agolfinu med 3 handklædi undir ser. Thad var annadhvort thad eda å milli okkar Vølu og hann vildi thad ekki, fannst thad eitthvad othægilegt.
Fekk lanad hjol og hnakkurinn a thvi er biladur. Hrein ånægja...
Er byrjadur ad boxa aftur, fann finan klubb bara i næstu gøtu, SIK Fight, og finnst thad tøff.
Jå og jamm, eg se ad visnavinafelagid okkar Matskåkinga er eins lamad og, ætla ekki ad segja thad...
Bæti her med ur thvi.

Å grænu hjoli med galladan hnakk
geysist aumur um gøtur...

Doddmaster kvedur i bili



föstudagur, september 03, 2004

Stuð á föstudagskveldi?

Hæ öllsömul.

Klukkan er rúmlega 10 á föstudagskvöldi og ég sit uppi í skóla og fer yfir endalausar tilvitnanir í bók sem á að koma út seinna í mánuðinum. Þvílíkt stuðlíferni! Nördafélagið yrði þó sjálfsagt mjög stolt af mér. Annars til hamingju, Valgerður, með djobbið. Hlakka til að sjá ykkur eftir þrjár vikur...

Skjáglýjukveðja til allra,
hrafninn