Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Frumsýning á föstudag....

Jæja, þá er komið að því ;-)

Óperan Apótekarinn eftir Haydn verður frumsýnd á föstudaginn nk. kl 20:00. Þar fer ég víst með hlutverk apótekarans og helli úr viskubrunni mínum í lyfjavísindum. Allt í allt verða fimm sýningar á óperunni og er aðgangur ókeypis. Ég hvet alla til að mæta því þetta er stuð-sýning með gríni og glensi. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://opera.is/category.asp?catID=205

föstudagur, apríl 22, 2005

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ...

Ég var að sjá það hér í einu kommentinu að Þorri vor hefði átt afmæli í gær og vildi ég bara senda bestustu afmæliskveðjur á kappann :):):):)
Sjáumst svo hress að vanda að Bugðulæk á morgun.
hlakka til...
Anna ;)

þriðjudagur, apríl 19, 2005

MAAAATSKÁÁÁÁÁÁK

Heil og sæl mínir kæru vinir

Að sjálfsögðu er MATSKÁK á laugardaginn hjá BUGÐULÆKJARLIÐINU :) Það verður að vanda gríðarleg stemmning og ég vil minna alla á skemmtiatriðin sívinsælu.... Liðið að Bugðulæk verður loksins með aðálréttinn en þið verðið að koma ykkur saman um for og eftir. Það verður skemmtilegt að sjá hverjir slá út súkkulaðiþema húsfreyjunnar í Bugðunni ;)

Allavega sjáumst við hress og svöng í Bugðulæk á laugardaginn

Húsfreyjan

sunnudagur, apríl 17, 2005

Núna er matskák á laugardaginn eftir viku...í alvöru

Laugardagur 23. apríl 2005, EKKI SATT!

hlakka til.....

föstudagur, apríl 08, 2005

Matskák á laugardag eftir viku

Kæru öll,

Er'iggi bara ON eftir viku?

fúli gaurinn

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Fisher vs. Matskák?

Hæ og hó, nær og fjær, op og ned og allt það.

Hvað segið þið um að fara að plana einn Matskák núna á næstunni? Ég er laus á laugardagskvöldum ;-) spurning um að varpa fram einhverjum dagsetningum og reyna að finna e-a góða lendingu. Látið heyra í ykkur.

kv. Mosfellssen

sunnudagur, apríl 03, 2005

Lóan er komin og allt það...

Sælt veri fólkið til sjávar og sveita.
Það er að bresta á með gargandi vori hér í borg kaupmannanna og við hjúi höfum verið á faraldsfæti þessa helgina. Hjólin hafa verið í stífri notkun að dönskum sið og við ansi útitekin og sælleg.
Laugardagurinn var tekinn snemma og hliðargötur Striksins þræddar í leit að hagstæðum kaupum. Það skilaði sér í kaupum á eitt stykki skyrta, eitt stykki kjóll, tvö stykki Pizza slice og kók og bjór. Sólin var ekkert að fela sig og það var yndichleght að skipta á húfunni og þykku úlpunni fyrir sólgleraugun og sumarjakkann.
Mæli með Der Undtergang (rétt stafað, hef ekki hugmynd). Rosaleg mynd sem sannar að Þjóðverjar eru meira en Rammstein og Derrick.
Sunnudagurinn var svona meiri útivistardagur. Hjóluðum niður í Valbyparken með nestistöskuna (algjör snilld þessi taska) og fengum okkur danskt bakkelsi og kakómjólk. Fundum hól sem var alveg góður 5 metrar og breiddum úr okkur á honum og horfðum yfir til Svíþjóðar. Hjóluðum svo niður í miðbæ og settumst niður í Rosenborg-garðinum og svo fór Vala á kóræfingu.
Það er í mínum verkahring að elda kvöldmatinn og ég er að spá í einhverju einföldu, tortillas með kjúklingi til dæmis...
Er ennþá að reyna að venjast þess með sumartímann, hvað á það að þýða að breyta bara allt í einu klukkunni svona einn, tveir og þrír.