Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Singspiel

Var að lesa um hina þýsku óperugerð singspiel - og skildi ekkert í því af hverju ég fór að hlæja (upphátt) með það sama og ég las þetta orð, og er þetta þó allt annað en nýtt fyrirbæri fyrir mér, en þá rann það upp fyrir mér -

Fisher Fiskspiel

og þá hló ég að sjálfsögðu miklu meira :) ég vona að hann hafi það gott blessaður...

(fyrir köben búa, þá er fisher fiskspiel lukkudýr matskákar sem þið eigið eftir að kynnast við tækifæri - hann er ljón í vörslu Haraldar Von Salz)

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Baðkar í úthverfinu

Það lukkaðist að finna íbúð. Við flytjum í úthverfin, nánar tiltekið Herlev, sem er rétt 10-15 mínútur með lest frá miðbænum. Íbúðin er alveg fullkomin fyrir komandi fjölskyldu. Á fyrstu hæð í fjölbýli, þrjú herbergi, svalir út að grænum bakgarði, kjallari með hjóla- og vagngeymslu, þvottahús í kjallara, 500 metrar frá lestarstöðinni, 500 metrar frá "miðbæ" Herlev og BAÐKAR. FOKK JÁ...
Þvílíkur bónus að hafa baðkar. Það er mjög sérstakt reyndar, ekki jafn klikkað og Spítalastígsbaðkarið (fyrir þá sem muna eftir því) en sérstakt engu að síður. Þetta er svona setbaðkar, mjög lítið og djúpt og svo situr maður bara eins og í hægindastól og lætur svitann og drulluna leka af sér á meðan maður les góða bók og sötrar kamillute...
Urðum hlutskörpust umsækjenda og held að það hafi liðkað fyrir að Valgerður er framlág mjög og ég bauðst til að mála íbúðina gegn því að fá hana ókeypis 2 vikum fyrr.
Þá er bara að byrja að pakka og svo ætlum við að reyna að fá afganginn af búslóðinni okkar senda hingað út.
Það getur ekki verið mikið mál...!

föstudagur, ágúst 25, 2006

Salzburgara frettir

Hó, hó, hó. Vid erum enn hér á Republic café húsinu sem býður upp á hotspot, þ.e. fría nettengingu. Við fáum íbúðina okkar eftir eina viku og fljótlega uppúr því nettengingu á okkar eigin nafni í eigin tölvu. Allt hefur gengið hér á besta veg. Við fengum lánaða íbúð hjá Kjartani og Erlu, íslendingum sem eru í fríi á íslandi þar til í lok sept. mikill og góður greiði það. Skólinn byrjar hjá Hörpu í byrjun Oktober og ég (Halli) er kominn með smá málningaraukajobb á skiðahóteli klt í burtu frá Salz. ég er líka komin í samb við jazzspilara sem hugsanlega vinna með mér í vetur og kennara, svo hér er allt að detta í gamla gírinn. Hér er íslenskt par með barn sem hefur einnig tekið okkur mjög vel, hafa synt okkur leyndardóma borgarinnar i vínmenningu, mat og skemmtun, og strákurinn littli hefur verið afar duglegur að leika sér með Halldóru Björgu, sem tekur þessum breytingum öllum ágætlega. Harpa er aðeins byrjuð að undirbúa sig fyrir inntökuprófið í skólann sem við komumst að, þegar við komum hingað, að væri enn möguleiki á að taka. Það er í lok sept. . Jæja meiri fréttir seinna, og bestu kveðjur til allra. Salzburgarar, Hæ, hó !!!

sunnudagur, ágúst 13, 2006

jæja,

Þá fer að líða að því að það verði enginn meðlimur matskákar á Íslandinu. Jú, það er rétt, þó aðeins tímabundið sé þar sem að hinir tryggu félagar frá mosfelli, sem nota bene sjá um að halda uppi höfuðstöðvunum, eru líka að fara í lotion og þá verður ísland matskáklaust næstu vikurnar. Hugsið ykkur...

Mig langaði annars til að segja rosalega góða ferð ;) og hafið það alveg ofboðslega gott... og við hugsum til ykkar héðan úr lotion.

Við hjónin ætlum einmitt að fara á ströndina í dag og slaka á eftir brjálæðisleg innkaup síðustu tveggja vikna. Já það er rétt, við erum búin að go nuts og kaupa og kaupa og kaupa allt... (ja, eða allt sem við töldum okkur vanta hér og gátum ekki tekið með). Þar á meðal er rauður leðursófi rrrrrrrrr (ógislega flottur) og litlar, góðar græjur sem hljóma eins og þær séu allavega fjórum sinnum stærri en þær eru.

Hafið það gott öll mín kæru og mikið er gaman að sjá að síða þessi hefur hlotið endurnýjun lífdaga. Hlakka til að heyra í öllum mikið og oft :)

mrs. La Jolla :)

Að leita að íbúð.

Mikið óskaplega er leiðinlegt að leita að íbúð.
Við hjónin erum í flutningarhugleiðingum og erum byrjuð að þreifa fyrir okkur með nýja íbúð. Erum mjög ánægð með núverandi íbúðarmál og vildum gjarnan vera hér eitthvað lengur, þrátt fyrir ýmsa galla á íbúð og staðsetningu íbúðar, en þar sem við höfum hana bara fram í janúar þá langar okkur að vera búin að koma okkur fyrir á nýjum stað áður en erfinginn kemur í heiminn. Þess fyrir utan er engin þvottaaðstaða í húsinu og mér skilst að það aukist mjög þvotturinn þegar maður er kominn með svona smábarn, og ég sé það ekki fyrir mér að ég eigi eftir að nenna að labba út í þvotthús á hverjum degi.
Það eru allskonar svona hlutir sem maður er byrjaður að hugsa um núna. Er geymsla fyrir barnavagn, er pláss fyrir barnarúm, er sprautunálafrítt leiksvæði í nágrenninu, eru rónar fyrir utan stigaganginn að reykja hass? Allskyns svona smáatriði sem koma upp í kollinn á manni. Maður er orðinn svo vandlátur. Og það er svo mikið af ruslakompum til leigu fyrir fáránlegustu upphæðir að maa maa maa maa´r á bara ekki orð. Það er víst gallinn við að búa í borg.
Við erum ekki orðin stressuð og maður fer langt á hugarfariu "þetta reddast".
Höfum ennþá einhverja mánuði áður en barnið kemur.
Þurfti bara aðeins að koma þessu frá mér og fannst umræðuefnið við hæfi á þessum tímum flutninga og ferðalaga.

laugardagur, ágúst 05, 2006

the journey begins...

Hæ, Halli hér. Að blogga í fyrsta skipti frá því 24 júli 2004. Er búna gleyma öllu user og pass svo ég verð að biðja Þorra um að creata nýjann user-dúdd handa mér.
Allavega, við erum að fara að (reyna að) sofa fyrir ferðalag fjölskyldunnar til Munchen síðan Salzentown í fyrramálið. Fljugum klukkan hálf átta og þá verður ekki hætt við. Töskurnar eru óðum að þyngjast í takt við áhyggjurnar og steinanna í maganum. Búslóðin geymd í regnvotu, ryðguðu húsnæði nidur við haf og bíður lestunar í Vikartind á leið til Kúkshafen (Bítlarnir spiluðu aldrei þar). Vikan búna vera hell , kveðjuathafnir á kveðjuathafnir ofan og grátið mikið. Meira að segja svo að síðasta kvoldmáltíðin það er að segja í kvöld mynnti ótrúlega mikið á síðustu kvöldmáltíðina í sorg og sút, þar sem jesús sjálfur guðsson sat í miðið. En allt svoleiðis er nú yfirstaðið og eintóm gleði framundan. Við höfum boðið öllum þeim, sem syrgt hafa för þessa sem mest, að kíkja í tíma og ótíma nótt sem dag til okkar í Salzentown til að lina þrautir. En jebb nó komið af rausi og rugli og lesumst vonandi næst sem "hinn nýji bloggari, 'OLAFUR !!!" ...eða bara eitthvað annað kannski bara... Hallinn. Bandi seinna bæbb.