Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Hin næsta skák...

Fer ekki að koma tími á skáksamkomu? Mér datt í hug svo sem þarnæsta helgi? Eða þarþarnæsta...
Allavega legg ég til að við höfum þessa skák til heiðurs Bobby Fischer, Boris Spassky og co. Þeir eru með slembiskák, en við gætum verið með þambiskák, eða vambarskák (eða mambóskák eða......)... [eða Rambóskák...]

Hvassegiði?

þriðjudagur, maí 24, 2005

Fúli gaur klárar skrif

hæ hó og jibbíjei og allt það! fúli er búinn að skila BA

fúlifúli

sunnudagur, maí 15, 2005

Úr að ofan

Það var sólbaðsveður í dag og við hjónin hentum okkur flöt í grasið eftir messu hjá frúnni. Hún var að syngja í 2 messum í dag en Hann las bók í sólinni á meðan, ekki kirkjurækinn maður, enda íslenski presturinn í Köben algjör svefnpilla. Hitinn náði þeim hæðum að Hann var knúinn til að rífa sig úr að ofan og láta sólina leika um hárlausa bringuna, því ekki erum við allir eins og Halli...
Keyptum okkur árskort í tívolí og fórum í gær að sjá eitthvað H.C Andersen-dæmi. Danir eru alveg að tapa sér í ár útaf þessum aldarafmæli, eða hvað það nú er, hjá kallinum og það er enginn maður með mönnum nema hann kunni söguna af litla ljóta andaraulanum eða söguna um tindátan beinstífa.
Hvernig ganga sýningar Þorrmaster?
Ertu að verða búinn með ritgerðina Fúli gaur?
Sá rosalega sæta stelpu framan á Vikunni um daginn!
Væri gaman að fá smá update frá ykkur, hver var hvar og með hverjum og hvers vegna...!

Kær kveðja, Baron Von Gnutenchlaphf og Frau Gnutenchlaphf