Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Eina skakka...

Fokk hvað það tók mig langan tíma að komast inn á þess síðu!
Fékk að fara í tölvuna hjá Sollu og Stjána og þau hafa íslenskt lyklaborð! Ekkert svona å eða ø kjaftæði, bara gamla góða Þ-ið og allt það. Olli, þeir bera enga virðingu fyrir nöfnunum okkur! Gott að heyra að lífið leikur við ykkur þarna heim, var farinn að hafa smá áhyggjur af að þetta myndi bara leysast upp í slagsmál og drykkjulæti eftir að við færum... En ég geri ráð fyrir að Harpa og "Hafdís" hafi góða stjórn á öllu, berji öll læti niður með harðri hendi.
Erum búin að vera full, nei, á fullu í að redda íbúð og hef fengið minn skerf af tungumála erfiðleikum, sérstaklega þar sem ég þarf alltaf að hringja í alla sem auglýsa því Vala þorir því ekki! Hjómar alltaf eins og ég sé að tala við "fulla Vestmanneyinginn".
Hvort okkar er betri í dönsku..?
Var Vala búin að segja ykkur nýju símanúmerin okkar?
Allavega, 60817846 og 60817844, "now don't be a stranger".
Hendi hérna fram einum framparti, taðreyktum og súrsuðum...

Foxillur með ferðatösku
faðma flösku fríða...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home