Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

laugardagur, ágúst 04, 2007

Til hamingju með ammælið Halli (allt verður maður að gera sjalfur)

Þorra gekk mjög vel að syngja og söng örlítið betur en hann sjálfur bjóst við en það var þó ekki nóg til að slá við hinum ofursnjöllu erkibaulurum sem kepptu við hann, en sá hlær best sem síðast springur úr hlátri, ekki satt?


Gleðilega öfgadrykkju og æluhelgi ... verslunarmanna og við kveðjum ísland með sökkkkknuði. Verið sæl kæra þjóð, sjáumst vonandi síðar... vertu sæll hinn fjöllitaði fáni, þú hinn sterki andi fjallanna háu, vindur hafsins sem herðir þjóðarsálina, kræiberjalingið og fiskinn. Verið þið sæl, bligðunarlausu blindfullu unglingar og þú ... úllíngurinn í skóginum með landapelann liggjandi þér við hlið. Verið þið sæl og takk fyrir okkur, takk .... kærlega fyrir ... ... okkur.

Halli


Harpa


Halldóra Björg.

1 Comments:

Blogger Doddy said...

Fyrirgefðu maaaur...

Gleymdist bara að setja ammmmlis tilkynninguna inn.

Hvað getum við fært þér í afmælisgjöf þegar við hittumst í Salz ?

Fróðaldur, var það jóðlið sem klikkaði ?

Kveðja frá Herlevingum

8:29 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home