Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Rykfallin síða

Það er greinilegt að það er mikið að gera hjá Matskákingum þessa dagana ef marka má síðuna okkar góðu. Vissi ekki að það gæti myndast ryk á heimasíðu. En þá er bara að dusta hressilega af og setja inn nýjasta slúðrið frá Köbenhávn.
Hér eru allir á fullu að passa lítil kríli, skipta á bleyjum og syngja um "lille peter edderkopp".
Það er alveg frábært að vinna með svona kríli, þetta eru svo miklir vitleysingar maar....
Við hjúin urðum okkur út um svona líka glæsilegt dikitalískt 4rása upptökutæki og erum byrjuð að ryðja efni upp úr skúffunum og á plast, og hver veit nema að sumarsmellur ársins 2005 verði til á Skt.Jörgens alle. Yrði það mál fyrir lögfræðinga Metallica ef við myndum kalla plötuna
"St. Jørgen"?
Það fer að styttast í stóra mótið hjá mér, DM eftir tæpar tvær vikur. Er búinn að vera að æfa eins og vitlaus síðustu daga og er orðinn temmilega spenntur. Er búinn að setja stefnuna á að komast í "finalinn", það yrði mjög góður árangur. Síðan kem ég væntanlega í keppni heim eftir 3 vikur, bara stutt stopp yfir helgi, þannig að allir mæta á keppnina.
Vala er að fara í fyllirís reisu til Svíþjoðar með kórnum sínum. Líst ekkert á það. Hvar er ungmennafélagsandinn. Aldrei hef ég smakkað á því í mínum keppnisferðum erlendis, ekki satt Harpa???
Já jæja, ég hvet ykkur nú til að HUNSKAST TIL AÐ SKRIFA eins og einn góðan brandara þó ekki sé nema það. Það hljóta að vera einhverjar fréttir af Klakanum.
Lifið heil

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Smásaga fyrir börnin.

Það var fyrir 10 árum, nákvæmlega, að tveir litlir strákar, þeir Doddalingur og Hallalingur, voru að leika saman í skólaleikriti. Doddalingur var lítill "busatittur" með hor í nös en Hallalingur var svakalegur rokkari með sítt hár og hökutopp og átti það til að mæta léttþunnur á æfingar hjá Kobbalingi leikstjóra. En báðir voru þeir rosalegir söngvarar og gátu meira að segja leikið obbolítið, allavega nóg til að fá aðalhlutverkin í skólaleikritinu.
Doodalingur var svolítið feiminn og ekki síst feiminn við aðalleikonuna og stjörnu sýningarinnar, Le petit Vala.
Le petit Vala var roslega sæt og söng eins og engill og var miklu betri leikkona heldur en Doddalingur, enda steig hún fyrst á svið um 10 ára aldur.
Le petit Vala var bara ekkert ánægð með að þurfa að leika á móti litlum Doddaling, enda hann busatittur með hor í nös og svo átti hann það til að segja asnalega hluti við hana eins og "þú ert ekki jafn þunga og þú lítur út fyrir að vera..."
En tíminn leið og Doddlingur fór í mútur og fór að vaxa skegg, og á einni nóttu breyttist hann úr litlum busatitt yfir í svaka rokkara og fór að reykja og drekka áfenga drykki eins og Hallalingur.
Kvöld eitt ákvað Hallalingur að halda partý í blokkaríbúðinni sinni, og eins og sönnum Blöndeysingi sæmir, gekk hann á milli nágrannaíbúðanna og fékk leyfi svo hann myndi nú ekki ónáða neinn...
Og þeir félagar sátu að sumbli ásamt nokkrum vel völdum kumpánum fram eftir kveldi.
Allt í einu, eins og þruma úr sauðaleggnum, sagði einhver, "Jó félagar, eigum við ekki þokkalega að skella okkur á ball í Borgarnesi, það ætla sko allir í skólanum að fara".
"Þokkalega", sagði Hallalingur.
"Æ, ég þarf að fara heim og horfa á Matlock" sagði Doddalingur.
"ÖÖÖh, nóvei maar, þú kemur sko með á ballið, förum og berjum Borgnesinga", sagði Hallalingur og þarf með var ekki aftur snúið.
Og svo var haldið af stað í rútuna. Doddalingur og Hallalingur settust niður í rútunni og fengu sér hressingu. Allt í einu opnaðist hurðin og inn kom Le petit Vala.
"Hæ, má ég setjast hérna", sagði Le petit Vala og benti á sætið fyrir framan Doddaling.
"Öh, d...d...blahh...ga...ga...ga" stamaði Doddalingur og roðnaði eins og tómatur í ljósabekk.
"Jú blessuð sestu maar", sagði Hallalingur.
Loksins fékk Doddalingur málið aftur og upphófust nú hinar menningalegust samræður á milli hans og Le petit Vala.
Þegar á ballið var komið var Þorvaldur Bjarni og Tweety í gangi með að spila "Smells like teen spirit" og þau Doddalingur og Le petit Vala smelltu sér á dansgólfið.
Þau dönsuðu allt kvöldið og höguðu sér mjög skikkanlega, og á meðan barði Hallalingur
Borgnesinga.
Eftir ballið bauð Hallalingur aftur í partý, enda búinn að láta alla í blokkinni vita að hann fengi kannski gest í heimsókn eftir ballið.
Doddalingur og Le petit Vala gengu afsíðis og sátu alein langt fram eftir nóttu og töluðu heimspekilega saman um Þróunarkenningu Darwins og hvort 1+1 geti verið 3.
Á meðan braut Hallalingur bjórglas með hafnaboltakylfu og dansaði svo á glerbrotunum til að fullkomna gott partý.
Upp frá þessu urðu Doddalingur og Le petit Vala rosalega skotin í hvort öðru og fyrir þá sem eru ekki enn búin að fatta það, þá eru þau búin að vera saman í 10 ár í dag...

(Þessi saga er byggð á sönnum atburðum þó höfundur hafi breytt/ýkt/afbakað ýmsa atburði og nöfn til að vernda aðstandendur)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Próf og aftur próf

Jæja þá er komið að því !

Kennarinn er byrjaður í prófum. Nú var ég að ljúka við að henda seinustu börnunum út úr stærfræðiprófinu. Greyin, ég finn nú soldið til með þeim en þetta var samt ansi ljúft líf þegar maður var bara í grunnskóla og hafði engar áhyggjur af einu né neinu, í mesta lagi að Siggi á móti væri hrifinn af Stínu á ská.... Já þau eru nú ansi ljúf þessi börn mín en ég verð nú að segja það að það er soldið of mikið að gera þessa stundina. HB ákvað að skella sér í pestargírinn og er búin að vera veik í ca. 2 vikur. Það er nú alltaf magnað þegar maður er að koma sér af stað í nýju verkefni... Það lendir mest á Hallanum að skemmta Dórunni nú í bili eða þangað til þessi prófatörn er búin.
Annars er allt gott að frétta af okkur fjölskyldunni. Við bíðum næstu Matskákar með mikilli tilhlökkun og allir í stuði með guði.

Bið að heilsa
Harps