Taumlaus gleði
| Nú er ég uppfullur af óstjórnlegri gleði og hamingju þar sem veraldarvefurinn er aftur orðinn okkur hliðhollur og Hrafn og Anna eru svona gasalega ánægð. Nú er vetrarrútínan að fara í gang eftir afslöppun sumarsins og ég er að reyna að komast inn í sama skóla og Harpa. Ég hafði samband við skólastjórann í dag og hann var voða jákvæður þangað til að hann heyrði að ég ætti heima í mosfellsbæ, þá kom annað hljóð í strokkinn og hann vill meina að ég þurfi líklega að flytja suður til Reykjavíkur en mér líður bara svo vel í sveitinni... ætla að reyna að tala við bæjarstjórn á morgun og sjá hvað þau segja.
En nóg um það í bili ég ætla að fara að fara að leika við Árdísi, bið að heilsa ykkur, bæði hérlendis og erlendis ;-) bæææææóóóóó |
