Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Baðkar í úthverfinu

Það lukkaðist að finna íbúð. Við flytjum í úthverfin, nánar tiltekið Herlev, sem er rétt 10-15 mínútur með lest frá miðbænum. Íbúðin er alveg fullkomin fyrir komandi fjölskyldu. Á fyrstu hæð í fjölbýli, þrjú herbergi, svalir út að grænum bakgarði, kjallari með hjóla- og vagngeymslu, þvottahús í kjallara, 500 metrar frá lestarstöðinni, 500 metrar frá "miðbæ" Herlev og BAÐKAR. FOKK JÁ...
Þvílíkur bónus að hafa baðkar. Það er mjög sérstakt reyndar, ekki jafn klikkað og Spítalastígsbaðkarið (fyrir þá sem muna eftir því) en sérstakt engu að síður. Þetta er svona setbaðkar, mjög lítið og djúpt og svo situr maður bara eins og í hægindastól og lætur svitann og drulluna leka af sér á meðan maður les góða bók og sötrar kamillute...
Urðum hlutskörpust umsækjenda og held að það hafi liðkað fyrir að Valgerður er framlág mjög og ég bauðst til að mála íbúðina gegn því að fá hana ókeypis 2 vikum fyrr.
Þá er bara að byrja að pakka og svo ætlum við að reyna að fá afganginn af búslóðinni okkar senda hingað út.
Það getur ekki verið mikið mál...!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, eða uppúr því. Myndi ekki bjóða í það.

6:28 e.h.

 
Blogger anna said...

Frábært, til hamingju með að vera búin að finna svona góða íbúð :) og á svona góðum stað. Hlakka til að fylgjast með flutningunum ykkar.
Heyrumst :)

10:07 e.h.

 
Blogger anna said...

Virum líka með bað :)

3:17 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, æði að við getum öll farið í bað. Við hjónin ætlum að fara til Jótlands í nokkra daga í afmælisvikunni minni, kannski maður haldi smá veislu líka þegar við erum flutt.

4:03 e.h.

 
Blogger Þorri said...

Við erum ekki með bað... og þess vegna fékk ég fólkið sem sér um hreinlætismál hér í mosfellsbæ til að reisa sundlaug í bakgarðinum hjá okkur. - stórt bað fyrir stóran mann - en allavega... innilega til lukku með nýju íbúðina í herlev og með kamillubaðið. Það er annars svona spurning þegar minnst er á búslóðarafganga hvort þið viljið fá hægindastólinn ykkar með í pakkanum eða þarf maður kannski ekki hægindastól þegar maður hefur postulínssetlaug?

Við erum annars komin heim í kuldan á fróni og erum bara byrjuð strax í skólanum á fullu og svaka stuð...

kjærlig hilsen til allra matskákarmeðlima nær og fjær og við förum svo að græja þetta skæp svo við getum líka verið hipp og kúl á klakanum....

4:20 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Það er einmitt á dagskránni að fá minn yndizhlegha yndizhlegha hægindastól senda hingað með búslóðinni og þú mátt búast við að mitt fólk hafi samband við þitt fólk varðandi flutninga þessa (þó ég búist sossum ekkert við að hann skili sér hingað, ef miðað er við reynslusögu "Sólstrandargæjanna í San Diego").
En mikið óskaplega sakna ég hans.
Ég verð svo að skora á háttvirtan Mosfellsbónda að koma í heimsókn, með sína allmögnuðu frú, hingað í Herlevheitin og prófa setbaðkarið. Það er ekki séns í helv... að háttvirtur Þorvaldur komist oní baðkarið, þó svo að við smyrjum þig hátt og lágt með sleipiefnum. Ekki að það sé einhver draumur hjá mér að smyrja þig með sleipiefnum og...

7:35 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home