Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Að leita að íbúð.

Mikið óskaplega er leiðinlegt að leita að íbúð.
Við hjónin erum í flutningarhugleiðingum og erum byrjuð að þreifa fyrir okkur með nýja íbúð. Erum mjög ánægð með núverandi íbúðarmál og vildum gjarnan vera hér eitthvað lengur, þrátt fyrir ýmsa galla á íbúð og staðsetningu íbúðar, en þar sem við höfum hana bara fram í janúar þá langar okkur að vera búin að koma okkur fyrir á nýjum stað áður en erfinginn kemur í heiminn. Þess fyrir utan er engin þvottaaðstaða í húsinu og mér skilst að það aukist mjög þvotturinn þegar maður er kominn með svona smábarn, og ég sé það ekki fyrir mér að ég eigi eftir að nenna að labba út í þvotthús á hverjum degi.
Það eru allskonar svona hlutir sem maður er byrjaður að hugsa um núna. Er geymsla fyrir barnavagn, er pláss fyrir barnarúm, er sprautunálafrítt leiksvæði í nágrenninu, eru rónar fyrir utan stigaganginn að reykja hass? Allskyns svona smáatriði sem koma upp í kollinn á manni. Maður er orðinn svo vandlátur. Og það er svo mikið af ruslakompum til leigu fyrir fáránlegustu upphæðir að maa maa maa maa´r á bara ekki orð. Það er víst gallinn við að búa í borg.
Við erum ekki orðin stressuð og maður fer langt á hugarfariu "þetta reddast".
Höfum ennþá einhverja mánuði áður en barnið kemur.
Þurfti bara aðeins að koma þessu frá mér og fannst umræðuefnið við hæfi á þessum tímum flutninga og ferðalaga.

2 Comments:

Blogger Árdis said...

uss, já þessir dópistar eru sko varasamir maður, ekki gott að hafa þá í stigaganginum í buuuullandi neyslu.....

gangi ykkur annars vel :)

10:59 e.h.

 
Blogger Harpa said...

Já gangi ykkur rosalega vel í íbúðarleitinni, Við vitum hverning þetta er. Það er einhvernveginn ekki allt mjög huggó í þessum bransa.... Nú vitið þið líka að við erum komin meðð íbúð þannig að það verður hægt að heimsækja okkur í september á stórafmælum :)

10:55 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home