Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Salzburgara frettir

Hó, hó, hó. Vid erum enn hér á Republic café húsinu sem býður upp á hotspot, þ.e. fría nettengingu. Við fáum íbúðina okkar eftir eina viku og fljótlega uppúr því nettengingu á okkar eigin nafni í eigin tölvu. Allt hefur gengið hér á besta veg. Við fengum lánaða íbúð hjá Kjartani og Erlu, íslendingum sem eru í fríi á íslandi þar til í lok sept. mikill og góður greiði það. Skólinn byrjar hjá Hörpu í byrjun Oktober og ég (Halli) er kominn með smá málningaraukajobb á skiðahóteli klt í burtu frá Salz. ég er líka komin í samb við jazzspilara sem hugsanlega vinna með mér í vetur og kennara, svo hér er allt að detta í gamla gírinn. Hér er íslenskt par með barn sem hefur einnig tekið okkur mjög vel, hafa synt okkur leyndardóma borgarinnar i vínmenningu, mat og skemmtun, og strákurinn littli hefur verið afar duglegur að leika sér með Halldóru Björgu, sem tekur þessum breytingum öllum ágætlega. Harpa er aðeins byrjuð að undirbúa sig fyrir inntökuprófið í skólann sem við komumst að, þegar við komum hingað, að væri enn möguleiki á að taka. Það er í lok sept. . Jæja meiri fréttir seinna, og bestu kveðjur til allra. Salzburgarar, Hæ, hó !!!

1 Comments:

Blogger Doddy said...

Sæl verið þið hr. og frú Von Trapp.
Gott að heyra að ykkur gengur vel og að Daz Salzburg tekur vel á móti ykkur. Og sannast hið margkveðna spakmæli, "fátt er betra en góður Íslendingur í útlandinu". Hmmm...?
Og ekki var kallinn lengi að finna sér pensil að grípa í ! Passaðu þig bara á hveitibjórnum.
Við hjónin verðum væntanlega ekki á ferðinni í Salzburg þetta árið en hver veit hvað vorið ber með sér. Verður HB þá ekki orðin nógu gömul til að passa svo við getum kíkt á kúbbinn?

9:39 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home