Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, október 26, 2005

Það held ég nú barasta...

Ó já mínir kæru vinir

Nú hefur bugðulækjarliðið lifnað við á ný eftir ansi hreint skemmtilega dvöl í hinni marg rómuðu Amsterdamus. Við tökum fagnandi á móti ykkur í húsakynnum okkar sunnudaginn 30. október hvort sem er í latex eða ekki latex.....
Hlakka mikið til að sjá ykkur aftur í stuði með guði :)

Harpan

12 Comments:

Blogger Þorri said...

Alveg hreint frábært, og velkomin heim. Hvernig er það annars - hver á að koma með hvað??

1:34 e.h.

 
Blogger Árdis said...

velkomin heim;)
VÁ hvað ég hlakka til, sérstaklega að sjá Hrafn í latex, en auðvitað mega allir aðrir líka koma í latex, en ég er sehr spennt fyrir hrafni enda eru hann og tom cruise tvífarar ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því.....

5:05 e.h.

 
Blogger Árdis said...

okei- til að fyrirbygja allan misskilning þá er ég náttla líka mjög spennt að sjá þorra í latex, en hef bara séð hann svo oft.... þannig að....

5:09 e.h.

 
Blogger Árdis said...

okei - til að fyrirbyggja enn frekari misskilning vil ég alveg eins sjá Halla í latex... shit hvað ég er komin í mikil vandræði, ég held að það sé alveg sama hvað ég segi, það fyrirbyggir engan misskilning.........

5:10 e.h.

 
Blogger Árdis said...

-okei - veit ekki alveg hvot það bjargar mér e-ð að segja að ég vildi gjarnan líka°sjá önnu og hörpu í latex.... uuum, neibb ég held að það hjálpi ekki....
jæja, ég held ég fari nú bara að læra eða e-ð - en ekki í latex samt... hvað er þetta með mig og latex, vá ég verð að hættta þessu!!!

5:13 e.h.

 
Blogger anna said...

jaaaa, mikið ofboðslega ertu nú búin að tapa þér mín kæra dís áranna... en mikið ofboðslega er ennþá meira gaman að því... :)

Held það sé komið að okkur, mér og fuglinum, að koma með aðalrétt... nema aðrar óskir séu því sterkari....
En best að fara og dusta rykið af latexbúningum hans hrafns...
gleði, gleði, gleeeeeði... dudurudduduuuuu

7:27 e.h.

 
Blogger Harpa said...

Þá er það ákveðið !
Það verður LATEX ÞEMA á Bugðulæknum þann 30.Október.
Var samt að spá hvort það væri ekki þægilegra að þeir sem halda skákina hverju sinni séu með aðalréttinn, nei bara svona að velta þessu fyrir mér... Þið stjórnið þessu þar sem húsfreyjan þjáist af yfirgengilegum valkvíða.... ;)

11:15 f.h.

 
Blogger Þorri said...

eigum við þá að koma með forrétt ala mosfell eða?....

7:21 e.h.

 
Blogger anna said...

Valkvíði punktur is... það eina sem ég var að spá með því að nefna að við yrðum með aðalrétt var að skákin ætti í rauninni að vera heima hjá okkur núna en sökum mjög svo mikið yndislegrar lítillar manneskju sem finnst líklega best að sofa heima hjá sér þá er heppilegara að skákað verði að bugðulæk ;)
En eníveis þá er okkur hjónunum alveg sama hvað við komum með svo ef bugðulækjar settið vill hafa aðalrétt þá getum við alveg komið með eftirrétt, til að flækja málin ekkert frekar, þið segið bara til elskurnar... :)
- en einmitt til að valda sem minnstum ursla þá getum við neglt það að hjónin að mosfelli komi með forrétt.

Hlakka rosalega mikið til að sjá ykkur öll :)

11:34 e.h.

 
Blogger anna said...

þá er það ákveðið, við verðum með forrétt ;)

matskák á morgun.......... :)

11:58 f.h.

 
Blogger Þorri said...

Ehhhh.. Nú er ég endanlega orðinn ruglaður, ætlum við að koma með forrétt eða Annan og Hrafninn

12:52 e.h.

 
Blogger anna said...

æi, vaaaaaaaaaaaaá, sorrrrrrrrry, nei það er ég sem er búin að tapa þessu....
Við komum semsagt með eftirrétt, bara ruglaðist alveg gersamlega í rýminu.

ókei, anna og hrafn eftirrétt - bugðulækur aðalréttur - mosfell forréttur

sjúkk, ókei.............. þá ættitta'ð vera komið :)

11:26 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home