Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, október 19, 2005

Skákplön

Hittingur já, líkt og forðum,
helst sem fyrst, helst í gær.
Á Bugðu skal skákað að borðum?
Best víst í nýjum nær...

...buxum.


Einhverjar tillögur um tíma (25. nóv. - 4. des. er þó out:).

5 Comments:

Blogger Þorri said...

Þvílík innkoma hjá Hrafninum eftir fremur dræma aðsókn á síðuna okkar að undanförnu, en ég er einnig orðinn æstur í skák þó svo ég sé ekki eins skáldmæltur of félagi Hrafninn. Spurt er hvort það sé möguleiki að hittast annaðhvort fyrir mánaðarmót okt./nóv. eða einhverntíma milli 13. og 25. nóv. vegna þess að fyrstu vikurnar í nóv. fer ég á kaf í undirbúning vegna fyrirhugaðra tónleika (sem verða by the way 11. nóv. í LHÍ og 13. nóv í Listrými Mosfellsbæjar)

4:06 e.h.

 
Blogger anna said...

já það er spurning, ég hendi hér fram einni tillögu en eigi í hagmæltu formi þó...
hvurnig hljómar sunnudagurinn 30. október eða þar um kring. Harpan gerir helgarnar erfiðar sökum mikillar spilagleði og vinnu...
hvað segið þið???

9:30 e.h.

 
Blogger Þorri said...

sunnudagurinn 30. virkar fínt fyrir okkur

10:26 f.h.

 
Blogger Árdis said...

jájájá - en bara ef Hrafn mætir í latex....

10:17 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Díll. En þú veist þá í hverju þú þarft að mæta...

4:02 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home