Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

laugardagur, október 01, 2005

og tifar...

já, það er víst búið að klukka mig tvisvar, bæði af Önnu og Hörpu - Þorri hinn alvitri segir samt að ég þurfi bara að segja 5 gagnslausa hluti um sjálfa mig en ekki 10..... mér finnst það ekki rökrétt, því 2x 5 eru tíu hjá mér, en greinilega bara 5 hjá Þorra.....

1. Ég er loðin á tánum

2. Ég hata brúður og brúðuleikna þætti

3. Ég varð pæjumótsmeistari í fótbolta þegar ég var í 3ja flokki

4. Ég borða ekki lifur eða hjörtu ( úr dýrum - reyndar ekki mönnum heldur....)

5. Mamma burstaði í mér tennurnar þar til eftir fermingu - ég er heldur ekki með neina
skemmd

Fyrir utan þessar hressandi upplýsingar um mig er bara allt gott að frétta, var að klára öldrunarviku á Landakoti og það var alveg ljómandi gaman. Er svo að fara á innkirtla deild eftir helgi og verð þar í 2 vikur - það er ss ekkert annað að frétta af mér nema spítali og nám - gaman að því..... okei þessu með námið var kannski aðeins ofaukið, ég læri mjög lítið þessa dagana allavega á bókina - en ykkur gæti nú sennilega ekki verið meira sama....
hlakka til að heyra í ykkur félagar, og ég klukka hér með Dodda og vonast eftir skjótum viðbrögðum :)

Góðar stundir......

3 Comments:

Blogger anna said...

Flott klukk, var farin að sakna þín hérna inni, langt síðan heyrst hefur í þér. Hvenær kemur mosfellsblogg ??? bara svona að velta því fyrir mér :)

1:01 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

hæ Árdís (og aðrir matskáksfélagar)!
Var að finna þessa síðu og mér fannst þessar gagnlausu upplýsingar alveg frábærar og ég er mjög montin að segja að ég vissi um flestar af þeim :)
Þetta með pæjumótsmeistarana finnst mér líka mjög gott, man ennþá í smáatriðum eftir úrslitaleiknum á móti Grindavík og leiknum á mölinni í grenjanid rigningu á móti breiðablik ef ég man rétt?

3:53 e.h.

 
Blogger anna said...

velkomin Guðrún :) er ekki gaman í svíþjóð ??? fóruð þið ekki bæði í þetta skiptið ?

2:43 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home