Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

föstudagur, september 16, 2005

mér finnst rigningin góð.....

Jæja, þá er maður kominn heim frá Björgvin og ég hef greinilega komið með slatta af rigningu með mér þaðan.

Annars var barasta svaka gaman þarna í heja Norge og gaman að hitta fullt af fólki sem segir bara hej allehopa og hej do og er fyllilega alvara. Ég hitti líka marga góða kennara og kem allur betri maður til baka.

En eftir þessa dvöl mína þarna ytra er ég orðinn mjög svangur í almennilega skák með alvöru íslendingum og hvet til alsherjar umræðu um góða dagsetningu til að skáka. Ég er barasta nokkuð laus og liðugur sjálfur og tel að við hljótum að finna einhvert kveld fljótlega.

Lifið annars öll heil og látið í ykkur heyra ;-)

4 Comments:

Blogger Þorri said...

Hjartanlega sammála frú Anna. því fyrr því betra. Mér líst mjög vel á sunnudagskvöld eftir viku...

5:28 e.h.

 
Blogger Árdis said...

sunnudagskveld eftir viku hljómar mjög vel - svo nú er bara spurning með Bugðulækjarbeljurnar..........

10:50 f.h.

 
Blogger Þorri said...

spurning með Hörpuna, ég held hún sé að gigga!!

12:58 e.h.

 
Blogger Þorri said...

líst vel á miðviku, og þá frekar þessa miðviku en næstu miðviku vegna þess að í næstu miðviku er ég að fara í miðvikupróf.......

5:53 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home