Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, september 11, 2005

Þorri er schnilld...

Ég veit vel að ég er ekki að tjá matskákingum nein nýmæli hér en maðurinn er geníus! Hvað þarf maður til að bera svo kallast megi geníus?, jú, maður þarf að hafa þrautsegju og vilja til þess að halda alltaf áfram, gefast aldrei upp og trúa á markmiðin sín (og svo kannski eflaust eitthvað fleira sem smámunasamir myndu vilja tína til, en út í þau smáatriði ætla ég ekki hér).

Eins og við ættum vel að vita þá er Þorri vor í Noregi um þessar mundir, en það aftraði honum ekki í að senda okkur hjónum, nánar tiltekið Hrafni, eitt stykki sms þar sem fyrrgreind þrautsegja og metnaður lýsir sér í sinni hreinustu mynd. Hann var neflilega búinn að finna eitt gott nafn í pott voran um „skrítin“ nöfn, neflilega Líf Vera, ókei mjög gott nafn, mér hefði ekki dottið það í hug, great... En þar við sat eigi heldur var undirritaður fyrir smsinu hæstvirtur Línus Gauti.
Það er skemmst frá því að segja að ég fékk nær því magakrampa úr hlátri og við hjónin sátum og hristum hausinn yfir þessari endalausu þrautsegju og vilja til þess að þróa hlutina til hins allra ítrasta og komumst að því að Þorri er schnillingur í þessu, (þó við séum kannski ekki alveg viss um hvað „þetta“ er, en hann er allavega schnillingur í því). Því segi ég HHHHHHÚÚÚÚÚÚRRRRRRRRRA! Þorri og ég hlakka til gerðar og vinnslu væntanlegrar stuttmyndar.

Lifið heil...

(glætan að ég ætli að reyna að koma með eitthvað nafn hérna í lokin, það er búið að vinna „keppnina“)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

12:04 f.h.

 
Blogger Þorri said...

Jeg takkar mykken varma och gode ord til min gård, och heja Norge.

kjærlig hilsen, Linus :-)

12:44 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home