Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, september 05, 2005

Ég hrópa húrra!!!

HHHHÚÚÚÚÚRRRRRAAAAA!!!!!!!!

Sérdeilis gaman að sjá hvað þið, kæru meðskákendur, eruð iðin við að skrifa eitthvað fagurt inn á okkar margblessaða vef. - gaman að því.

Væri ekki annars tilvalið að fara að hleypa af stað umræðu um hvenær næst skuli skákað? Ég er kominn með fráhvarfseinkenni þó svo að síðasta skák hafi verið einkar gefandi og auðgandi, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í 8 manna skák.........

Ég er að fara til Bergen nú á miðvikudaginn og kem heim aftur þann 15. þessa mánaðar og þætti gaman að hitta ykkur sem fyrst eftir það.

ykkar einlægur Þormundur Þráinsson

5 Comments:

Blogger anna said...

Ég hrópa líka húrra!!! gaman, þetta er allt sítengingunni að þakka, núna er svo auðvelt að fara á netið, þarf ekkert að bíða í kortér til að hringja og annan hálftíma til að hlaða niður síðunni og vesen.
Næsta matskák, góður punktur, mér líst vel á bara algerlega næstum því strax og þú ert kominn aftur heim, verður þá ekki næst Skákað að Mosfelli og þá jafnvel með nýjum grillgræjum ef veður leyfir?

3:27 e.h.

 
Blogger Þorri said...

Dýrð og dásemd!

þvílík hugmynd, er rosalega til í grill að mosfelli

4:59 e.h.

 
Blogger anna said...

hei, já... góða ferð Þormundur :)

8:13 e.h.

 
Blogger Árdis said...

vei - ég er strax farin að hlakka mikið til og þá get ég tekið ykkur öll í almennilega hjarthlustun!!
á víst að vera að læra e-ð svoleiðis:)

5:01 e.h.

 
Blogger anna said...

jibbí...

11:04 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home