Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, október 01, 2006

Haleluja...

Hér er stemmningin engu lík, fun heitt úti enn, þó aðeins svalt á kvöldin. Við höngum bara inni og chillum eftir annars mjög fínann dag. Fórum í frábæran hjólarúnt á nýja hjólinu (sjá frásögn á Sönglað í Salz) og reyndist það hinn besti gripur. Hjóluðum svo mikið að grísinn okkar sofnaði aftan á hjólinu hennar Hörpu, í barnastólnum, hangandi út á hlid. Síðan brunuðum við heim og elduðum grænmetissúpu og heimabakað brauð, buðum gestum og höfðum það gott. Fyrsti skólafundur er á mánudaginn þó Harpa hafi ekki komist inn þá fara samt allir tímarnir hennar fram þar og undirleikurinn og síðan má hún sitja þá bóklegu tíma sem hún vill. Svo þetta er bara allt fínt. Ég ætla að mála kennsluherbergið hennar Mörthu söngkennara í næstu viku og síðan fer ég líklega aftur upp í sveit eftir næstu helgi. Þá bara í 5 daga í einu, hitt var allt of mikið, 9 dagar, svona ný giftur. Okkur finnst mjög gaman að vera búin að fá skypið og geta talað við alla vini okkar, og sérstaklega gamla taflfélaga. En fyrirliðar hópsins láta sig bara hverfa í hryngiðu íslensks skólalalífs og hér með krefjumst við taflmenn matarklúbbsins Matskák að þau Árdís læknanemi og afríkufari og maður hennar Þorvaldur bassasöngvari og læknanemamaður, meldi sig á skypið og msn og alles som der erlendiske mennisker som live in der utlans habst gefunden im der internet fur sin eigen computer. og hryngi svo kát og glöð svo við getum skipst á uppskriftum og planað hitting í gegnum síma/tölvu frítt. Þeir sem með mér standa, pósti sín eigin komment í þar til gerðan komment dálk og láti þar einnig frumsamin slagorð fylgja með fyrir matarklúbbinn Matskák og/eða bara pólitíska ádeilu. Takk og bless. Heittrúaður matskákingur og villimaður, Haraldur Von Salzach im der altstadt Salzburger haubstadt im der grosseste skiland, Austria. Nei, ér er ekki fullur !!!

1 Comments:

Blogger anna said...

Vér hrópum öll húrra og skálum í gleðinni fyrir því að nú netvæðist allir skákmeðlimir og fái sér vefhitting...

4:23 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home