Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, október 09, 2006

Maður verður jú að......


....passa upp á lúkkið ;)

Nýtt lúkk, mogginn farinn í veður og vind enda löngu komið úr tísku að borga fyrir dagblöð, og allir sehr ánægðir...

annars er allt sehr geherte fínt að frétta, ég er á haus að undirbúa mig fyrir hina margfrægu sinfó-keppni með tilheyrandi látum og góli....gerðist að vísu svo gáfaður að velja mér prógram sem er allt á rússnesku en það er bara svalt og músíkin frábær eftir því.

Árdís er að fara í próf á föstudaginn í kvennafræðaranum og situr sveitt í lestri upp að hnjám. Við söknum ykkar allra massa mikið en það er voða gott að geta fylgst svona með ykkur þegar maður leyfir sér að skreppa í tölvuna....

Ég vil hrósa Halla sérstaklega fyrir ótrúlegt aktívitet í blogg-málum, mætti halda að hann væri að bæta upp fyrir þessi 3 ár sem hann fór ekki í tölvuna meðan hann bjó hér heima, ekki það að ég sé barnanna bestur í að blogga, enda vellur þá bara einhver steypa og með því upp úr mér þegar ég geri það.......

Eníveis, vona að þið hafið það sem best og við látum heyra í okkur milli mála þegar færi gefst...


ps. ákvað að láta mynd fylgja af tveimur skvísum á góðri stund....

6 Comments:

Blogger anna said...

Frrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrábært nýtt lúkk :) Þetta er ekkert smá flott...

Rosa gaman að heyra loksins frá ykkur aftur og mikið rosalega hlakka ég rosalega til að heyra hvernig gekk í sinfó prufunni þegar hún verður afstaðin. Mig langar líka alveg afskaplega mikið með eindæmum að heyra prógramið þitt - rússnesk sönglög sungin af þér hlýtur að nálgast fullkomnun. Rússnesk músík maður vá... hvað ætlarðu annars að syngja fyrir þau, svona þér og þeim til skemmtunar??? mjög forvitin... !

Ég vona í alvörunni að þetta verði tekið upp, annars verð ég að melda mig við þig á skype-inu og fá þig til að fella nokkra tóna fyrir mig í gegnum veraldarvefinn :)

Takk fyrir nýja lúkkið, það er æði. VIltu svo knúsa Árdísi fyrir mig - alveg soldið fast - og biðja hana að knúsa þig frá mér á móti.

sakn...

5:11 f.h.

 
Blogger Halli said...

Hæ !!! Gaman að heyra frá ykkur og flott lúkk, ekki að spyrja að því, alltaf á tánum. Ég skil þig alveg að fara svona sjaldan í tölvuna, þú byrð nú einu sinni á íslandi, þar er dagurinn svo stuttur, ég þekki það vel. Alltaf nóg að gera. Jamm, maður frábært, að heyra. Þú að syngja á rússnesku... Sjáiði þetta... (set í brýrnar, barkinn niður, opna vel munninn, alveg slakur og mjúki gómurinn...) Þetta verður örugglega flott hjá þér. Jamm og knúsist þið hjónin. Kv, frá Salz.

8:30 f.h.

 
Blogger Doddy said...

Ég hélt fyrst að ég væri kominn inn á ranga síðu en sá svo þessar tvær hööörkuskutlur sem ég kannaðist vð og sá að ég var í góðum málum. Þetta lúúúúúkk er einróma samþykkt af minni hálfu og væk med alt migreni for helved...
Vorum að fá afganginn af búslóðinni okkar og það komst allt til skila og ekkert ónýtt og ekkert vesen. Gummi (sem þýðir smokkur á dönsku) snillingur hjálpaði mér að flytja allt draslið og við drukkum svo nokkra surf bjóra svona rétt til að rifja upp gamla tíma á bílþakinu.
Eruð þið hjónin ekki til í að tæknivæðast og byrja að nota skype svo við getum haldið alþjóðlegt Matskákmót á öldum netvakans. Hér með kemur harðorð áskorun frá Baunalandsbúum með laginu; " Er ekki tími til kominn að tenghhhjaaast....."

5:35 e.h.

 
Blogger Doddy said...

...eða eruð´ið í lest eðeikvað?

6:09 e.h.

 
Blogger anna said...

Frábært með að dótið ykkar komst allt til skila í heilu lagi, ég samgleðst ykkur með það :)

og Doddy, viltu klappa bumbunni fyrir mig (nei, ekki þinni... heldur hinni sem inniheldur junior knúsið) og gefa ykkur báðum stórt knús frá mér.


og að sjálfsögðu líka elsku salz liðið mitt - knús hringinn og svo annan á ykkur öll...

Maður er soldið í vinaknúsleysi hérna hinumegin... :)

7:14 e.h.

 
Blogger Þorri said...

bara svona til að halda ykkur inni í málum, þá er ég að byrja að vinna í því að græja það að fara til Rússlands í skiptinám næsta haust, nánar tiltekið conservatoríið í Moskvu. Er orðinn alveg hooked á þessu rússneska dæmi...russki karamba...

10:11 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home