Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, október 11, 2006

Doktor Árdís, doktor Árdís

Muuuuuuuuuuuuuuu, ér með sokkið auga... greinilega búin að næla mér í sýkingu einhverskyns sem gerir það að verkum að annað augað (allavega enn sem komið er er það bara annað augað) á mér er bólgið og vatnskennt og skemmtilegheit. Er búin að panta mér amerískan læknatíma til að sjá hvort þar á bæ vilji læknir láta mig hafa augnsmyrsl.
Auðvitað varð mér hugsað til doktor Árdísar um leið og ég vaknaði í morgun með aumt og bólgið auga :)

Gangi þér svo rosalega vel í kvennafræðaraprófinu á föstudaginn :)

*

Annars hef ég smá sögu að segja frá ævintýrum íslendinganna í útlandinu sem er lengst í burtu:

Þannig var mál með vexti að við Hrafninn tókum okkur bílaleigubíl um helgina (já,já aftur - í þriðja skiptið síðan við fluttum :) til þess að ná að versla það sem við þurftum án þess að í það færi heil vika af burði fram og tilbaka úr búðinni. Ókei, við ætluðum að sjálfsögðu að nota bílinn svo við ákváðum að skella okkur í IKEA sem er svolítinn spotta í burtu héðan að heiman og þangað tekur rúman klukkutíma fyrir okkur að komast í strætó, en um það bil tuttugu mínútur ef maður er á bíl (og tekur hraðbrautina).
Allavega, við leggjum af stað hjónin og sveigjum inná hraðbrautina, sem við vissum að við myndum þurfa að keyra á í nokkurn tíma, svo förum við að spjalla og spjalla. Hrafn minnir mig á að fylgjast líka með götuheitunum svo við getum nú sveigt af í tæka tíð þegar til þess kæmi, og jájá, ég gerði það. Svo höldum við áfram að spjalla... Nema að svo finnst mér allt í einu eins og við séum nú kannski búin að keyra aðeins of lengi, eiginlega bara allt allt of lengi miðað við þegar við tókum leigubílinn um daginn - þá vorum við ekki svona lengi á hraðbrautinni - segi ég við Hrafn. Hann hefur nú ekki miklar áhyggjur af þessu, því við höfum hvort eð er ekki ennþá séð skilti með götuheitinu sem við áttum að sveigja af hjá. Nema nánast með það sama förum við að líta aðeins betur í kringum okkur - þetta er eitthvað aðeins skrítið... hmmmm... alltíeinu eru öll götuheiti BARA á spænsku, alveg vön því sko að það sé töluvert á spænsku hérna, en ekki ALLT.
Þá keyrum við fram á - Mexican borders 1/2 mile - (já,já 1 kílómetri)... Við (,") shitt... við neflilega gleymdum að taka með okkur pappírana sem segja til um að við megum réttilega vera í þessu landi og höfum verið minnt á það vel og mikið að maður ÞARF að vera með pappíra ef maður lendir í vörðum af einhverju tagi og þá sérstaklega landamæravörðum... Annars getur maður setið fastur hjá þeim þangað til þeir geta hringt og staðfest hver maður er hjá skrifstofu skólans - og þetta var á laugardegi, svo... Það eina sem við hugsuðum var, plís plís plís vera frárein innan San Diego, plís plís plís ekki lenda í bandarískum og mexíkóskum landamæravörðum með engin skilríki eða pappíra. Þar sem við brunuðum á ógnarhraða í átt að Mexíkó og sáum þangað yfir, Hrafn búinn að koma sér eins langt til hægri og hann gat á götunni án þess að keyra útí kant, svo við gætum sveigt ef það kæmi frárein - sjáandi fyrir okkur tvo afsakandi Íslendinga í landamæravandræðum talandi við menn með engin svipbrigði - samt líka svolítið flissandi því þetta var bara aðeins of fyndið, þá kom á síðasta snúning frárein innan San Diego og við vorum sloppinn. Hjúkks... Við pössuðum okkur á því að taka u beygju um leið og við gátum og vildum bara koma okkur í hina áttina svo við værum allavega í Bandaríkjunum.
Þetta var sannarlega stuð og minnti okkur á hvað er rosalega stutt til Mexíkó, við vorum ekki búin að keyra í meira en tuttugu og fimm mínútur til hálftíma og samt búum við allra lengst eftst uppi, hinumegin í borginni. (þegar ég sagði að maður væri 20 mínútur í IKEA þá er hraðbrautarferðin af þeirri ferð aðeins um tíu mínútur. Ástæðan fyrir því að við höfðum ekki séð skiltið með götuheitinu var sú að það var ekkert skilti með þessu götuheiti...

Bíllinn var annars notaður hið mesta og hér var keypt pálmatré í potti út á svalirnar og ýmislegt annað skemmtilegt. Svo skoðuðum við líka fullt af fallegum stöðum hérna í San Diego, og mikið rosalega er þetta fallegur staður, og mikið rosalega vona ég að allir séu byrjaðir að safna til að koma í heimsókn því það er svo margt að sjá og gera... :)

Hafið það gott, það ætla ég að gera :)

7 Comments:

Blogger Halli said...

Hey !!! En gaman, bullandi spenna á öllum vígstöðvum. Þarna hjá ykkur hvort þið verðið snúin niður af kolbrjáluðum landamæravörðum, hér hvort við þurfum að borga Denzeldrive uppsett verð, Í baunalandi hvort kynið það verður og á Ísl hvort þau fái skypið einhverntímann, og reyndar með prófin og verkefnin allstaðar.... Úfff ég bara þoli ekki alla þessa spennu. Getum við Slakað á aðeins !!!!!....

9:05 f.h.

 
Blogger Árdis said...

Ég sakna matskákar svo mikið núna. Fór næstum bara að gráta þegar ég las öll síðustu knúskommentin, mig langar svo að vera með ykkur:)

Ég vildi að ég gæti verið hjá þér Anna og kíkt á augað og læknað það, auðvitað ekkert mál fyrir doktor Árdísi...

Ég vildi ég væri hjá ykkur í Danes til að strjúka bumbuna, kann núna voða fínt að meta svona bumbur, og óléttar konur almennt:)

Ég vildi ég væri í ZalZ til að berja fávitana sem hleyptu ekki Hörpu í skólann - nei grín ekkert bitur hér...
vildi bara td fá eitt knús frá HBH og líka kannsi hinum Há-unum....

En í staðinn skoða ég bara augun í Þorra, met á honum bumbuna, ber hann og knúsa hann svo á eftir...
gott plan....

held ég fari bara að læra núna, Þorri er á leiknum Island/sverige í fótbolta og við hljótum að vinna - bæææ

sakna ykkar mega

göngum í skype málið innan tíðar:)

5:57 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Habblah esspanjól,geeeehh.
Hvernig er hægt að ruglast á Mexico og IKEA, helt ærligt...!

Gordeus Feiderson (stóð á kvittun fyrir flutningabíl sem við leigðum, já ég er greinilega ekki skýrmæltur)

8:27 e.h.

 
Blogger anna said...

When you put it that way...!!!

Er annars á leiðinni til læknisins þriðja daginn í röð núna 8-/

4:13 e.h.

 
Blogger anna said...

Framhaldssaga augans:

er öll að koma til og orðin nokkuð simetrísk aftur

8:14 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Betur sér auga en eyra...

9:02 e.h.

 
Blogger Árdis said...

gott að heyra, með auga...

ég er byrjuð á barnadeildinni,fyrsti dagurinn í dag og strax sett á vakt til miðnættis - massa gott og ég er ógeðslega hress!!!

gangi þér áfram vel með augað- ef þú værir barn gæti ég pottþétt læknað þig með hugarorkunni, eeen þú ert ekki barn!!

úff verð að fara að sofa, er komin í ruglið

heyrumst síðar, með eyrum síðum jájá

12:27 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home