Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, mars 13, 2005

Silfur Egils eða Dodda...?

Haldið þið ekki að litli strákurinn hann Doddy hafi ekki bara landað silfurpeningi á Danska Meistaramótinu núna um helgina. Jess sör, hann er að gera fína hluti hérlendis sem og annars staðar. Er að vísu örítið krambúleraður eftir öll lætin en það er ekkert sem gott knús frá konunni minni heittelskaðri lagar ekki, óttist ekki ég er ennþá fallegur...!
Íslandsförin er enn á dagskrá og hefur áætlaður lendingartími verið áætlaður og brottfaratími brottfærður, og hananú. Alls ekki óvíst um kvöldsnarlið á Mosfelli.
Vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta á föstudagskvöldinu, tilbúin að styðja á bakvið lítin kút og þess má til gamans geta að ég luma á nokkrum miðum á hálfvirði fyrir þá sem gætu haft áhuga á slíkum kjarakaupum $$$.
Kær kveðja til allra sveitunga.

1 Comments:

Blogger Þorri said...

GLÆÆÆÆSILEGT......

innilega til lukke med den danske silver... alveg kominn tími til að við flytjum danasilfrið heim á klakann.

Annars hlakka ég bara til að sjá þig á klakanum og ekki væri verra að sjá restina af skákklúbbnum við það tækifæri.

kv.Þorrinn

11:12 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home