Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Hmmmm.....Matskák?.... Já alveg rétt.........

Já komið öll blessuð og sæl nær og fjær.

Nei ég var ekki búinn að gleyma ykkur, en þó gæti verið að þið séuð búin að gleyma mér því það er svo óralangt síðan ég hripaði eitthvað niður hérna.

En af mér og mínum er það hinsvegar að frétta að Hárdís er búin í prófum og hinum mikla húslestri sem sagt lokið og má jafn vel segja að henni hafi nánast allri verið lokið. Allavega fór hún með svo mikil ósköp af latneskum þulum upp úr svefni í nótt að ég hélt að ég væri staddur í einhverju öðru rúmi á öðrum tíma, eða....æ þið vitið hvað ég á við. Eníveis konan orðin kolklikk (nema hún hafi þá alltaf verið það) og ég eins og ég er og það er náttúrulega ekki á það bætandi.

Legg ég því til og mæli svo um að við förum að huga að skákkeppni við fyrsta tækifæri. Heyrst hefur að Þórður sæfari sigli nú hraðbyri til landsins okkar ísa og held ég því að það væri kjörið tækifæri til hittings. Hvað segiði t.d. um miðnætursnarl þann 18. mars nk. eftir að við erum öll búin að horfa á drenginn berja líftóruna úr einhverjum öðrum?? bara hugmynd en vænti svara við fyrsta tækifæri.....

kveðja frá Mosfelli

1 Comments:

Blogger Doddy said...

Heill sé yður Þorvaldur á Mosfelli og doktor Hárdís . Hugmynd vissulega góð og vel til fundið.
En....
...Þórður Sæfari verður vissulega á landi Ísa þessa daga og en enn sem komið er liggur ferðaáætlun ekki fyrir og þar af leiðandi og svoleiðis og þannig lagað og vegna anna að svo komnu máli stöddu getur hann ekki gefið svar um lausleika þessa daga. Einnig verður í för með honum danskur maður að nafni Jan og hvort honum verði hægt að koma í pössun á meðan liggur ekki fyrir enn sem komið er.

3:38 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home