Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, september 08, 2004

Nú byrjar fjörið fyrir alvöru !!!

Jebb, ég er kominn í tónlistarskóla og mikið fjandi er það að leggjast vel í mig. Fékk að lokum inn í FIH og er að byrja á næstu dögum. Birgir Braga ætlar að kenna mér að spila og svo fer ég í nótnalestur og tónfræði og samspil. Fékk rosa gott fídback frá Sigga Flosa eftir samspilsstöðuprófið og allt í gleði, nú held ég að ég sé kominn á réttann stað. Ég ætla samt að halda áfram í tímum hjá Þórði Högna með skólanum, því ég fékk bara hálft pláss, og blanda síðan öllu vel saman. Það er búið að vera byljandi rigning hérna í tvær vikur, eftir hið mikla hlýinda skeið, og ég held að haustið og lægðin sé að ná til mín, er eitthvað svo slappur og latur. EN gleðin bíður handan við hornið ásamt góða veðrinu. Sjáumst og heyrumst, Danaveldisverur og aðrir lesendur, gúdd bæ.

1 Comments:

Blogger Árdis said...

schnillllld:) gott að þú komst inn í fíh - vissi allan tímann að þeir gætu nú ekki sagt nei við þvílíkum schnilldarbassaleikara;)
gott líka að þessum aðalgæjum líst svona líka vel á þig líka já og líka mér og líka og líka hvað - um hvað ertu að tala líka??.....;)

6:58 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home