Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, september 12, 2004

Timburmenn.....

Jæja herrar mínir og frúr

Þar kom að því að húsfrúin og móðirin að Bugðulæk 13 sletti ærlega úr klaufunum.... je minn eini. Fór í matarboð til Guðrúnar vinkonu á föstudagskveldið og fékk mér svolítið hvítvín, je minn eini.... Þar sem ég hef ekki smakkað vín að ráði í EITT OG HÁLFT ÁR þá sveif töluvert á mig á stuttum tíma. Það er samt alveg furðuleg tilfinning að fara að heiman án barns og buru og einbeita sér bara að SÉR í smá tíma. Merkilegt hvað hlutirnir breytast á stuttum tíma hm.....
Á meðan móðirin vandaði sig við að skemmta sér og öðrum voru barn og bura í taumlausri stemningu heima og allt gekk voða vel (án mín, ég bara skil þetta ekki....).
Verð samt að segja að það var líka furðulegt að skríða upp í rúm þegar heim var komið og leggjast við hliðina á HB og anga af vín og reikingarfílu (vil benda á að undirrituð var ekki að reikja, oj, heldur var eitrað fyrir henni á skemmtistöðum bæjarins).
Morguninn eftir var ekki magnaður skal ég ykkur segja :( Tvær parkodín og ömurlegheit settu svip sinn á annars ágætis laugardag.
Eftir þessa reynslu og skemmtilegt kvöld komst ég þó að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að hafa skemmt mér geysilega vel áðurnefnt kveld þá tek ég stundirnar með dóttur minni og manni fram yfir, þ.e. að vera hress að morgni og til í slaginn en ekki grautþunn og ónýt.

Hlakka samt til að drekka hvítvín í Köben því að allt er gott í hófi ;)

Harpa höfuðverkur


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home