Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, september 26, 2004

Haust í París

Hej allihoopa..........eða eitthvað.

Þá er komið að því...... ég er að fara til Parísar í fyrramálið og er orðinn mjöög spenntur. Hlakka mikið til að kynnast borginni og að taka þátt í skemmtilegu verkefni (er sem sagt að fara að syngja í Hrafnagaldri með Sigurrós ;-). Mig langaði bara aðeins að láta heyra í mér áður en ég færi og er farið að lengja eftir matskákarhittingi og sting upp á að við hittumst sunnudagskveldið 17. október. Þá verð ég að öllum líkindum búinn að fara þrisvar sinnum til Parísar og einu sinni til Lundúna og kominn heim, vonandi heilu og höldnu...

Óska hér með eftir uppástungum að matseðli fyrir næsta kappát og ég skal koma með einhvern franskan eðalmjöð til drykkjar með kræsingunum.

Árdís biður innilega að heilsa öllum stórum og smáum, klunnum og knáum, komum og sáum, spilum og spáum og..................nei bara djók...

allavega.... sakna ykkar allra óskaplega og meir en orð fá lýst og hlakka mikið til að heyra í ykkur og hitta ykkur í náinni framtíð, en ég er allavega farinn út á flugvöll, bbbbæææææææææóóóóóóóóóóóóóóóóóóóóó.......................

1 Comments:

Blogger Árdis said...

vissuð þið að shigella gerjar ekki laktósa - og þannig má greina hana frá E.coli
og svo myndar hún heldur ekki H2S og þannig má greina hana frá salmonellu (sem myndar einmitt H2S)
já það er sko gaman að vera ég þessa dagana - ekki nema nokkrir dagar í jólapróf og allt að gerast, reyndar er þetta nú alveg sæmilega spennandi efni sem ég er að læra og það er plús....
annars er ekkert að frétta af mér - þorri bara í parís meðan ég þræla mér í gegnum enterobecteriur....
hlakka bara rosa til í næsta matskák :):):)
jæja best að vinda sér í pseudomonas sem sýkir bæði jurtir og menn og er því ástæðan fyrir því að bannað er að koma með blóm inn á gjörgæslu....

10:19 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home