Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Smásaga fyrir börnin.

Það var fyrir 10 árum, nákvæmlega, að tveir litlir strákar, þeir Doddalingur og Hallalingur, voru að leika saman í skólaleikriti. Doddalingur var lítill "busatittur" með hor í nös en Hallalingur var svakalegur rokkari með sítt hár og hökutopp og átti það til að mæta léttþunnur á æfingar hjá Kobbalingi leikstjóra. En báðir voru þeir rosalegir söngvarar og gátu meira að segja leikið obbolítið, allavega nóg til að fá aðalhlutverkin í skólaleikritinu.
Doodalingur var svolítið feiminn og ekki síst feiminn við aðalleikonuna og stjörnu sýningarinnar, Le petit Vala.
Le petit Vala var roslega sæt og söng eins og engill og var miklu betri leikkona heldur en Doddalingur, enda steig hún fyrst á svið um 10 ára aldur.
Le petit Vala var bara ekkert ánægð með að þurfa að leika á móti litlum Doddaling, enda hann busatittur með hor í nös og svo átti hann það til að segja asnalega hluti við hana eins og "þú ert ekki jafn þunga og þú lítur út fyrir að vera..."
En tíminn leið og Doddlingur fór í mútur og fór að vaxa skegg, og á einni nóttu breyttist hann úr litlum busatitt yfir í svaka rokkara og fór að reykja og drekka áfenga drykki eins og Hallalingur.
Kvöld eitt ákvað Hallalingur að halda partý í blokkaríbúðinni sinni, og eins og sönnum Blöndeysingi sæmir, gekk hann á milli nágrannaíbúðanna og fékk leyfi svo hann myndi nú ekki ónáða neinn...
Og þeir félagar sátu að sumbli ásamt nokkrum vel völdum kumpánum fram eftir kveldi.
Allt í einu, eins og þruma úr sauðaleggnum, sagði einhver, "Jó félagar, eigum við ekki þokkalega að skella okkur á ball í Borgarnesi, það ætla sko allir í skólanum að fara".
"Þokkalega", sagði Hallalingur.
"Æ, ég þarf að fara heim og horfa á Matlock" sagði Doddalingur.
"ÖÖÖh, nóvei maar, þú kemur sko með á ballið, förum og berjum Borgnesinga", sagði Hallalingur og þarf með var ekki aftur snúið.
Og svo var haldið af stað í rútuna. Doddalingur og Hallalingur settust niður í rútunni og fengu sér hressingu. Allt í einu opnaðist hurðin og inn kom Le petit Vala.
"Hæ, má ég setjast hérna", sagði Le petit Vala og benti á sætið fyrir framan Doddaling.
"Öh, d...d...blahh...ga...ga...ga" stamaði Doddalingur og roðnaði eins og tómatur í ljósabekk.
"Jú blessuð sestu maar", sagði Hallalingur.
Loksins fékk Doddalingur málið aftur og upphófust nú hinar menningalegust samræður á milli hans og Le petit Vala.
Þegar á ballið var komið var Þorvaldur Bjarni og Tweety í gangi með að spila "Smells like teen spirit" og þau Doddalingur og Le petit Vala smelltu sér á dansgólfið.
Þau dönsuðu allt kvöldið og höguðu sér mjög skikkanlega, og á meðan barði Hallalingur
Borgnesinga.
Eftir ballið bauð Hallalingur aftur í partý, enda búinn að láta alla í blokkinni vita að hann fengi kannski gest í heimsókn eftir ballið.
Doddalingur og Le petit Vala gengu afsíðis og sátu alein langt fram eftir nóttu og töluðu heimspekilega saman um Þróunarkenningu Darwins og hvort 1+1 geti verið 3.
Á meðan braut Hallalingur bjórglas með hafnaboltakylfu og dansaði svo á glerbrotunum til að fullkomna gott partý.
Upp frá þessu urðu Doddalingur og Le petit Vala rosalega skotin í hvort öðru og fyrir þá sem eru ekki enn búin að fatta það, þá eru þau búin að vera saman í 10 ár í dag...

(Þessi saga er byggð á sönnum atburðum þó höfundur hafi breytt/ýkt/afbakað ýmsa atburði og nöfn til að vernda aðstandendur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home