Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Rykfallin síða

Það er greinilegt að það er mikið að gera hjá Matskákingum þessa dagana ef marka má síðuna okkar góðu. Vissi ekki að það gæti myndast ryk á heimasíðu. En þá er bara að dusta hressilega af og setja inn nýjasta slúðrið frá Köbenhávn.
Hér eru allir á fullu að passa lítil kríli, skipta á bleyjum og syngja um "lille peter edderkopp".
Það er alveg frábært að vinna með svona kríli, þetta eru svo miklir vitleysingar maar....
Við hjúin urðum okkur út um svona líka glæsilegt dikitalískt 4rása upptökutæki og erum byrjuð að ryðja efni upp úr skúffunum og á plast, og hver veit nema að sumarsmellur ársins 2005 verði til á Skt.Jörgens alle. Yrði það mál fyrir lögfræðinga Metallica ef við myndum kalla plötuna
"St. Jørgen"?
Það fer að styttast í stóra mótið hjá mér, DM eftir tæpar tvær vikur. Er búinn að vera að æfa eins og vitlaus síðustu daga og er orðinn temmilega spenntur. Er búinn að setja stefnuna á að komast í "finalinn", það yrði mjög góður árangur. Síðan kem ég væntanlega í keppni heim eftir 3 vikur, bara stutt stopp yfir helgi, þannig að allir mæta á keppnina.
Vala er að fara í fyllirís reisu til Svíþjoðar með kórnum sínum. Líst ekkert á það. Hvar er ungmennafélagsandinn. Aldrei hef ég smakkað á því í mínum keppnisferðum erlendis, ekki satt Harpa???
Já jæja, ég hvet ykkur nú til að HUNSKAST TIL AÐ SKRIFA eins og einn góðan brandara þó ekki sé nema það. Það hljóta að vera einhverjar fréttir af Klakanum.
Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home