Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, júní 28, 2007

Hvað er að frétta......

Kæru samlandar til sjávar og sveita!

Nú er það helst að frétta af okkur bændum að Mosfelli að Árdís Mosfell er nú stödd á austfjörðum, þar sem hún starfar fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ég var fyrir austan hjá henni í viku og nú er hún búin að vera viku í viðbót en kemur heim á morgun.

Ég stend í stórræðum þessa dagana og er á fullu að undirbúa mig fyrir Belvedere Óperukeppnina í Vínarborg, sem fer fram í næstu viku og er ég einn þriggja íslendinga sem taka þátt í henni í ár.

Árdís byrjar svo að vinna í Þorlákshöfn á mánudaginn og verð ég í hlutverki læknisfrúar í sumar, þegar ég verð á landinu, og verður alltaf heitt á könnunni og hjónabandssæla í ofninum fyrir þá sem eiga leið þar um í júlí og ágúst.

Að lokum vil ég Þakka Herr Fiskschpiel kærlega fyrir góð uppörvunar orð og spyr því næst......Hvað er að frétta????????

2 Comments:

Blogger Doddy said...

Þetta kalla ég skjót viðbrögð, Fróðaldur að Mosfelli, og gott að ykkur hjúum heilsast vel.

6:32 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Harpa er komin inn í óperudeild skólans sem er mastersnám og er okkur hér mikill léttir. Þar sem nú ætti hún að komast á svið að syngja og leika, námið orðið námslánshæft og ég get farið að slappa af.
Ísland á eftir !!!! Það er að frétta. Sjámst.

8:00 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home