Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Nýársskák.... og hvað eru mörg "á" í því?

Jæja nú eru 4/8 hlutar klúbbsins komnir með hinn nýja betablocker, en samt eiginlega 5/8 því mig grunar að Salz-hlutinn komi til með að blogga undir einu nafni. (Nema Hallmeister vilji senda mér netfangið sitt svo ég geti boðið honum formlega)

Þá er spurningin hvort við viljum ekki fagna þeim áfanga með skák að hætti hússins. Ég er búinn að vera í sambandi við Önnuna og Hrafninn og hef fengið þær stórfenglegu fréttir að þau séu á heimleið í stutta heimsókn. Einnig hef ég haft af því hið stórfenglega veður að Þríeykið frá Herlev sé einnig á heimleið í aðeins lengri heimsókn. Því datt mér í hug það snjallræði að þá væri tilvalið að skáka af því tilefni og það að Mosfelli. Anna var komin með óskastund fyrir skák þessa og er hún að síðdegiskveldi þann 22. janúar næstkomandi og mig langar að varpa því fram í mesta sakleysi hvort Herlevingarnir séu lausir umrætt kvöld og eins Saltararnir með hjálp veraldarvefsins mikla? Væri það hin mesta skemmtan ef af þessu gæti orðið og myndi það gleðja sál mína og sinni.....

Óska ég hér með eftir góðum viðbrögðum við bréfi þessu.....

yðar einlægur Fróðaldur Mosfell.

17 Comments:

Blogger anna said...

Ja sælir þér Þorvaldur,

Ég myndi óska mér síðdegisskákar fram á fyrrkvöld eða um eða uppúr umræddum tíma 16:30. Það væri öllu betri tímasetning fyrir þreytta fljúgandi ferðalanga, hrafninn og frú. Það mætti þá jafnvel snæða um 5 (til hálf 6) leytið og ganga þannig snemma til skákar.

Hvernig hljómar það í eyrum hinna virtu mosfellinga?
Þá verður heldur enginn meðlimur (eða -lima...) orðinn með óráði úr þreytu við lok matarins og við áframhald samræðna og skemmtanahalds. (Við nefnum engin nöfn, þeir taki það til sín sem eiga:)

Hlakka gífurlega til að sjá ykkur og heyra...

5:14 e.h.

 
Blogger Þorri said...

Síðdegisskák hljómar vel fyrir kvöldsvæfa og drafandi mosfellinga þó svo að við vildum að sjálfsögðu vaka sólarhringum saman með ykkur kæru vinir.

Hafdís er að ég held í skólanum til 16:30 og við erum go eftir það og ef ég sé ekki í jarðarför um daginn þá gætum við jafnvel hist fyrr og Hafdís svo bara djoínað okkur....

10:54 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Sælir skákfíklar og fíkjur.

Hér er snjór og hér er gaman,
hér er gott að sitja saman,
verða út´í hríðarbyl,
teig´úr pela heitan yl,
Fisher settur á fat,
innbakaður með sal-at...

Við Herlevingar erum þyrst eftir síðdegisskák og myndi það gleðja lítil hjörtu og minni maga að setjast að snæðingi með yður og yðar iðrum að Ytri-Mosfelli mánudag þann 22 janúar.
Síðdegisskák hljómar vel í mínum litlu eyrum og þið megið reikna með okkur þremur í borðhald og drykkju.

Virðingarfyllst,
herr Gordeus Feiderson og familie

12:15 e.h.

 
Blogger anna said...

Elskulegir matskákar; ég var að fá fregnir af tónleikum sem ég get ekki sleppt á mánudagskvöldið. En þar sem við ætlum að byrja snemma þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að öll plön geti haldið áætlun.
Þá verður fjórða verkið mitt á myrkum á dagskrá, svo fyrst ég verð á landinu kemst ég ekki upp með að mæta ekki.

Við höldum okkar striki og sjáum svo til hvort einhver stemming verði fyrir áframhaldandi skák að tónleikunum loknum... Ég geri ráð fyrir því að þeir hefjist klukkan átta.

Vildi bara láta ykkur vita... :)

sjáumst eftir smá :)

1:28 f.h.

 
Blogger Doddy said...

Kæru Matskákingar til sjávar og svita.

Erum vér þá að tala um skák að Mosfelli klukkan 17:00 að staðartíma þar til myrkraverk hefjast ?
Við Herlevingar gerum ekki ráð fyrir að endast langt fram á kvöld, þar sem yngsti og frekasti meðlimurinn ræður för þessa dagana, en við munum að sjálfsögðu leggja okkar að mörkum til að gera þetta kveld hið ógleymanlegasta.
Erum við að tala um þriggja rétta og hver tekur hvað með?

Yðar innbakaður
Gordeus Feiderson og slægt.

4:22 e.h.

 
Blogger Harpa said...

Oh .. maður bara slefar og flissar í einu yfir minningum um mat-skákinni og skemmtstandard kvölda þessa. ég vill endilega verða fullgildur meðlimur með eigin nafni á þessari sameiginlegu síðu Matskák. hallibassus@gmail.com
Harald Von Salzach und familien Vin Salzach.

7:43 e.h.

 
Blogger Árdis said...

úúúúú - ég gleymdi víst einu - ég er ekkert í skólanum á mánudaginn, er komin í upplestrarfrí:)
er reyndar fyrir hádegi í verklegu, svo ég er bara búin um 12 þennan umrædda skákdag.

Er e-r áhugi á að hittast enn fyrr - það er amk í góðu lagi okkar vegna, en líka að sjálfsögðu ok að halda í umrætt plan:)


heidoooooooooo

11:40 f.h.

 
Blogger Doddy said...

Hárdís hin yndifríða.
Vissulega er það góð hugmynd að byrja enn fyrr að skáka, jafnvel meðan sól er enn á lofti. Hvað með hádegisskák, segjum eitt, hálf tvö leytið ?

Won Herlev und frau Valgerður und daz Sylvía, jaa.

3:01 e.h.

 
Blogger anna said...

Þá þyrfti að skáka í tvennu lagi því að plan okkar vesturfara er einlægt uppbókað og við vorum búin að setja skákina á 16:30. Við gætum í besta falli verið komin hálftíma fyrr en það :-/ ... en það er allt í lagi okkar vegna ef þið viljið hittast í hádeginu...
þið hafið þetta að sjálfsögðu alveg eins og þið viljið :) við skiljum það sko alveg :)

yðar einlægust hr og frú La Jolla...

6:11 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Eigum við þá ekki bara að segja svona fjögur hálf fimm. Þetta er ekkert svaka mál fyrir okkur, bara að við séum ekki langt fram á kvöld.

8:22 e.h.

 
Blogger anna said...

Það er mjög fínt :) VIð þurfum hvort eð er að fara í síðasta lagi hálf átta á tónleikana... svo ekki verðum við allavega lengi frameftir :)

2:45 f.h.

 
Blogger Árdis said...

sehr gutes:)

9:43 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Hey...!
Verður þetta þá ekki sannkölluð ÞORRA-veisla hahaha. Eigum við kannski að blóta ÞORRA hahahahaha... Hvaða matur verður á boðstólnum, ÞORRA-matur kannski hahahahah...
Hahahaa, I kill myself...!

11:06 f.h.

 
Blogger Doddy said...

Ég haaaaata þetta nýja blogg-kerfi. Ég kemst einfaldlega ekki aftur inn til að setja nýjan póst á síðuna.
Hvað um það. Hvað er í matinn á morgunn, á að panta pizzu?

6:45 e.h.

 
Blogger Þorri said...

Það er spurning hvernig við viljum hafa þetta, ætlum við að hafa absalút kvöldmat eða er kannski stemmning fyrir samsuðusnarlhlaðborði þar sem hver kæmi með e-ð með sér og við myndum slá saman í eina allsherjar gúmmulaði orgíu....?

7:19 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Okkur líst vel á þetta með orgíuna. Höfum þetta bara alveg óráðið og óvænt, bara það sem hverjum dettur í hug, ikk´?

7:44 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Takk fyrir síðast kæru limir Matskákar. Við, fjölskyldan frá Herlev, skemmtum okkur konunglega og nutum "pastasúpunnar" og "þorra-pastað" til hins ýtrasta.
Vonum að La Jollarnir komist klakklaust á leiðarenda og geti kannski sofið aðeins í vélinni.
Spurning varðandi síðuna okkar: Hvernig í fja... kemst maður inn til að skrifa nýjan póst...? Var kominn inn en nú er allt í messi og ég get ekkert skrifað, sem er frekar fúlt þar sem ég er í orlofi og hef ekkert þarfara að gera !

lifi mexíkóska herlögreglan.

3:36 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home