Alltaf lærir maður eitthvað nýtt...
Já loksins lærði ég að setja mynd inn á þetta blessaða blogg okkar og læt því fylgja eina fagra mynd af nýbökuðum brúðhjónum í Róm. Falleg ekki satt?

Annars er ég á fullu að læra norræn ljóð, þar sem ég er að fara til Bergen nú í byrjun september á námskeið í norrænum ljóðasöng, mjööög spendende. Er enn að reyna að venjast hinu svala íslenska loftslagi eftir honnímúnið og það gengur ekkert sérlega vel, enda er jú skítkalt hérna í augnablikinu. En nóg um það og aftur að læra, heyrumst....
2 Comments:
Ég lýsi hér með eftir hlustunarpípu, það virðist sem e-r óprúttinn læknisleikjafíkill hafi rænt henni af Dr. Sól Hlíf, sem saknar hennar sárt.
Allar upplýsingar vel þegnar.
Kveðja, Dr. Sól Hlíf
6:17 e.h.
Einnig legg ég til að þú leggir inn leiðbeiningar um það hvernig maður setur myndir inn á þessa blessuðu síðu, það er jú ekki fyrir tölvufatlaða að ráða fram úr því.
Kveðja frá Suðurlandeyjum,
Himbrimi Helgason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Suðurlandi fjær.
11:58 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home