Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

sunnudagur, maí 15, 2005

Úr að ofan

Það var sólbaðsveður í dag og við hjónin hentum okkur flöt í grasið eftir messu hjá frúnni. Hún var að syngja í 2 messum í dag en Hann las bók í sólinni á meðan, ekki kirkjurækinn maður, enda íslenski presturinn í Köben algjör svefnpilla. Hitinn náði þeim hæðum að Hann var knúinn til að rífa sig úr að ofan og láta sólina leika um hárlausa bringuna, því ekki erum við allir eins og Halli...
Keyptum okkur árskort í tívolí og fórum í gær að sjá eitthvað H.C Andersen-dæmi. Danir eru alveg að tapa sér í ár útaf þessum aldarafmæli, eða hvað það nú er, hjá kallinum og það er enginn maður með mönnum nema hann kunni söguna af litla ljóta andaraulanum eða söguna um tindátan beinstífa.
Hvernig ganga sýningar Þorrmaster?
Ertu að verða búinn með ritgerðina Fúli gaur?
Sá rosalega sæta stelpu framan á Vikunni um daginn!
Væri gaman að fá smá update frá ykkur, hver var hvar og með hverjum og hvers vegna...!

Kær kveðja, Baron Von Gnutenchlaphf og Frau Gnutenchlaphf

2 Comments:

Blogger Þorri said...

Jú góðan dag, hér er sumarið líka á næsta leyti ( ætli það komi ekki svona ca. 22. júlí ). Ég er búinn með allar sýningar og er eiginlega kominn í smá frí, fyrir utan vinnuna náttúrulega. Hafdís liggur sæl og glöð yfir rannsóknarverkefninusínu og skemmtir sér hið besta. Annars er mest lítið að frétta af okkur nema það að við erum í svaka stemmara og eigum erfitt með að bíða eftir því að hitta matskák næst, og næst og þar á eftir og eftir það og....og....og ..........

12:15 e.h.

 
Blogger Doddy said...

Við lofum að koma með sólina með okkur þegar við komum.
Verður boðið í grill á Urðarstígnum...?

3:44 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home