Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Kennarasleikja....

Halló mínir elskulegu !
Nú er alvaran tekin við og Harpa er byrjuð að mennta æsku Íslands. Þetta gengur bara alveg vonum framar og ég held að ég sé nú bara sérdeilis ágætur kennari :) Maður verður nú að stappa í sig stálinu öðru hverju... ;)
Það er samt alveg rugl mikið að gera eins og þið hafið orðið vitni af (samskiptaleysi). Ég vona að það verði breyting þar á eftir smá tíma þegar allt er komið í rútínu. HB er byrjuð hjá dagmömmu og líka byrjuð að labba þannig að það er allt í gangi.
Ég hefði nú viljað sjá meira af okkar kæru vinum um jólin en svona er þetta bara stundum. Við verðum að vera duglegri að vera í sambandi, öllsömul. Ég ætla að taka mig á núna og skrifa reglulega pistla um daginn og veginn !!!!!!

Verð að sinna börnunum ;)

Heyrumst Harpa skarpa

1 Comments:

Blogger Árdis said...

halló halló...........
ég er sko farin að hlakka alveg ljómandi mikið til að fá ykkur í heimsókn á laugsrdaginn.......veiveivei
það er auðvitað í góðu lagi að Halldóra Björg mæti á svæðið - því fleiri því betra:):)
ussss hvað ég er farin að hlakka til, ég get bara varla tjáð mig, best að bíða þá bara með það fram að skákinni, en nú bíður mín acut respiratory distress syndrom og hann er sko ekki til í að bíða fram á lau..........óneiiiiiii
sjáumstttttttttttttttttttttttt

2:31 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home