Hvað er? Matarklúbbur, stofnaður 27. júlí 2004. Meðlimir eru á víð og dreif um heiminn og er þetta samskiptavettvangur þeirra.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Halló

Góðan daginn og gleðilegan janúarmánuð kæru Matskákingar.
Það er helst í fréttum hérna meginn hafsins að við erum flutt úr Hawaii-íbúðinni okkur beint niður í centrum í Köben, ekki nema 5 mín rölt niður á Strik og inn í H&M. Það er sko þvílíkur lúxus að vera kominn hingað í menninguna, í svona líka huggulega íbúð. Og til að toppa allt draslið þá erum við loksins komin með nettengingu eins og allt siðmentað fólk hér á vesturlöndum og getum því óhikað mailað og bloggað eins og okkur lystir. Einnig höfum við fjárfest okkur í nýjum dívan. Það er óneytanlega þokkalega gott að sofa á honum, eftir hörmungar helv...sandsekkinn sem við sváfum á í hinni íbúðinni. Tekur kannski smá tíma að laga hryggskekkjuna...
Og síðast en ekki síst höfum við fjárfest í gítar 6 strengja, hljómfagur með endemum og handhægur mjög. Aldrei að vita nema við keppum fyrir hönd Dana í næsta Júróvísjón...
Hvernig var annars í síðustu matskák? Var grillaður handleggur á boðstólum og berjabomba að handan?
Valgerður er komin á kaf í kórsöng hér í Köben og ef mér sjátlast ekki mun hún taka stjórnina þar innan skamms og skjóta þeim upp á stjörnuhimininn. Og hún er smám saman að tapa sér í auglýsingabæklingum frá Netto og Fötex, alltaf að leyta að góðum tilboðum. Hún er svo hagsýn þessi elska.
Biðjum að heilsa öllum heima.
Kveðja Doddy og Valgerður

1 Comments:

Blogger Doddy said...

Hvar er Hallmster? Er allt að verða brjálað hjá Ella Sprella í málningunni eða er hann bara alltaf að æfa sig ofvöxnu fiðluna sína?

3:06 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home